Korn, skip, fólk og tengsl

Svo hefur virst, sé tekið mið af fréttum, sem heimurinn sé illa staddur vegna kornskorts, sem sagt hefur verið að stafi af styrjöldinni í Úkraínu og lokun hafna landsins í Svartahafi.

Hvers vegna þær lokuðust, fer tvennum sögum af, en sú lífseigasta er að þegar Rússar sóttu með her sinn inn í Úkraínu hafi Úkraínar tekið það til bragðs, að leggja tundurdufl fyrir hafnirnar til að Svartahafsfloti Rússa kæmist ekki þar inn.

Allt átti það að leysast og verða til batnaðar, er samningar tókust fyrir milligöngu Sameinuðu þjóðanna og Tyrklands um skipaferðir um hafnirnar.

New York Times hefur tekið saman í grein, hvernig tekist hefur til með kornflutningana eftir að hafnirnar opnuðust.

Greinin ber yfirskriftina ,,After being trapped for months, ships loaded with grain have left Ukraine. Where are they going?"

Í greininni er sagan og ferðir skipanna rakin.

Eitt skip fór til Englands, annað til Írlands og önnur hafa farið til Kína.

Ekkert skipanna fór til Jemen, Sómalíu, Eþíópíu né annarra landa sem horfa fram á skort og hungur.

Vitnað er til orða Úkraínuforseta um hve gott það verði fyrir heiminn að búa við fæðuöryggi þ.e.a.s., eftir opnun hafnanna.

Skemmst er frá því að segja að ekkert af korninu hefur enn sem komið er, farið til þeirra landa sem helst þurftu á því að halda.

Og mest af hinu kyrrsetta korni reynist vera skepnufóður en ekki manna, eftir því sem N.Y.T. hefur eftir Associated Press.

Fyrsta skipið sem fór frá Úkraínu fór til Líbanon. Þar var því vísað á brott, vegna þess að það kæmi fimm mánuðum of seint!

Og haft eftir Breska sendiráðinu á staðnum.

Niðurstaðan er, að það sem átti að bjarga tilverunni hjá fæðusnauðu fólki, virkaði ekki, vantaði ekki, barst því ekki, og reyndist vera a.m.k. að hluta til ekki mannafóður heldur skepnufóður.

_ _ _

 

2022-08-09 (2)Forseti Úkraínu er úrræðagóður og hress, þungorður og stóryrtur og nú er hann búinn að finna nýja leið til að bjarga málum landsins og skal það gerast, með því að vísa skautaprinsi út í ystu myrkur, kulda og trekk.

Prinsinn hefur sér það til sakar unnið: að eiga konu sem var vinkona Peskovs nokkurs sem er talsmannaður Putins!

Það þykir ekki gott, þar sem Zelensky er talsmaður sjálfs síns og að eigin mati og einhverra fleiri, allrar úkraínsku 2022-08-09 (4)þjóðarinnar.

Skautakappinn heitir Viktor og vann gullmedalíu 1992 á vetrarleikum, en eins og áður sagði, er hann fallinn af stalli sínum vegna tengsla við Peskov.

Peskov er talsmaður sjálfs Putins, hins vonda, manns sem mætir í jakkafötum en ekki grænni treyju, ef hann gefur færi á sér til viðtala, sem Peskov getur ekki séð um fyrir hann.

Það er kalt á toppnum og best að vera ekki í kunningsskap við nokkurn mann, nema ef vera kynni manninn í treyjunni, manninn sem klappað er fyrir og alltaf segir satt!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...