Ýmislegt má um þessa ,,frétt" um drónasölu Írana til Rússlands sem sagt er frá í New York Times segja, en víkjum okkur beint að efninu.
Svo er að skilja, sem það sé siðlaus glæpur að selja Rússum drápstól og aðra hernaðarskaðvalda.
Hvort slík viðskiptin fóru fram, vitum við ekkert um og eins gæti verið að um sé að ræða bandarísk ósannindi, en það vitum við heldur ekki neitt um!
Við vitum að bandarískir hergagnaframleiðendur græða á því að þarlend stjórnvöld gefi Úkraínum hertól af ýmsum gerðum og að svo hefur verið a.m.k. síðan skömmu eftir að Rússar hófu ,,hina sérstöku hernaðaraðgerð".
New York Times hefur ekki fjallað mikið um hvernig árásarliðar frá Úkraínu voru vopnaðir fyrir ,,hina sérstöku hernaðaraðgerð", - svo eftir hafi verið tekið. Hafi það verið gert hefur það farið fram hjá undirrituðum.
Myndin sem fylgir fréttinni af hinum lymskulegu flygildum segir ófróðum lesanda blaðsins ekkert um hvar þau eru smíðuð, hvar myndin er tekin, né hvenær og ekki heldur hverrar gerðar þau eru og því er engin leið fyrir almennan lesanda að dæma þar um.
Í umfjölluninni opinberar miðillinn sig sem hlutdrægan og skoðanamyndandi fjölmiðil.
Hafi það ekki legið fyrir áður, liggur það ljóst fyrir nú og er það miður því gott er að eiga góðan aðgang að vönduðum og öflugan fjölmiðlum á viðsjálverðum tímum.
Undirritaður vonast til þess að það sem hér hefur verið fjasað yfir, sé undantekning og verði ekki regla.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli