David tók við stöðunni árið 2017 eftir því sem segir í greininni og hefur aldrei séð það svartara en nú hvað varðar matvælaöryggi í heiminum.
Hann segir segir meðal annars:
,,Fyrir fimm árum bjuggu 80 milljónir við alvarlegt fæðuóöryggi. Rétt fyrir Covid taldi hópurinn 135 milljónir og eftir faraldur 276 milljónir. Eftir átök í Eþíópíu, Afganistan og Úkraínu er fjöldinn nú 345 milljónir" og síðan er haft eftir David:
,,„Við erum enn langt frá því að ná markmiðum okkar og það er áhyggjuefni. Þegar það gerist þá getum við endað með hungursneyð, óstöðug ríki og mikla fólksflutninga. Okkur tókst að koma í veg fyrir það síðustu ár því leiðtogar heimsins tóku sig saman og brugðust við en við lifum á fordæmalausum tímum núna. Þess vegna er svo mikilvægt að lönd eins og Ísland taki þátt,[...]“"
Síðar fer hann yfir hvernig málum sé komið varðandi fæðuöflun vegna náttúruhamfara og stríðsins í Úkraínu og þar er haft eftir honum:
,,„Koma þarf gróðuráburðinum út, sama hver brot Rússa eru. Þetta snýst um öryggi á alþjóðavísu. Ef við fáum fjármagn getum við sinnt okkar starfi, en án gróðuráburðarins verður þetta helvíti á jörðu á næsta ári. Við erum á mjög hviklyndum tíma í mannkynssögunni.“"
Greinin er áhugaverð og minnir okkur á hve nauðsynlegt það er að stilla til friðar milli Úkraínu og Rússlands.
Nauðsynleg áburðarefni til ræktunar koma frá Rússlandi og Úkraína er síðan eitt af frjósömustu löndum heims, þar sem ræktað er óhemjumikið magn af korni.
Heimurinn þarfnast þess að komið verði á friði milli hinna stríðandi aðila og eðlilegast væri að Sameinuðu þjóðirnar gengju í það verkefni af heilum hug.
Það er vitað að í Bandaríkjunum ala menn með sér þann blauta draum að koma Rússlandi á kné.
Draumurinn sá, er bæði óraunsær og órakenndur, því það sem þarf til, er svo ógnvekjandi og óhugnanlegt, að við viljum fæst leiða að því hugann.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli