Hér snúast þenkingarnar um karl sem var forseti Bandaríkjanna þar til hann tapaði fyrir öðrum karli sem lukkaðist að stilla upp efnilegri konu sér við hlið.
Konan gaf vonir um sæmilega skýra hugsun, en sú von hvarf snögglega og frekar óvænt, eins og bent var á í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins.
Karlinn sem hér er kallaður ógnvaldur, var og er(?) sekur um alskyns furðulegheit, en hafði samt lag á að tala við mann og annan og þar á meðal Putin og Kim Jong Un... eða hvað sem hann nú heitir sá blessaði maður.
Það sama verður ekki sagt um núverandi forseta Bandaríkjanna og svo það sé nú tekið fram, þá er garmurinn Biden ekki einn.
Hér snýst málið um það hvort gamall karl hafi mátt gefa öðrum gömlum karli vodkaflöskur í afmælisgjöf.
Þegar stjórnmálin í Evrópu snúast orðið um hver megi gefa hverjum afmælisgjafir, er orðið stutt í sandkassann
Í þessu tilfelli eru kastalasmiðirnir í kassanum ekki börn og ekki gamalmenni, heldur fólk á nokkuð góðum aldri, en hugsanlega reynslulítið í lífsins ólgusjó.
Afmælisgjafarþrasið snýst ekki um alvöru lífsins, en lýsir inn í heim þann sem flestir ráðamenn Evrópu búa í.
Heim reynslulausa fólksins með háskólagráðurnar og uppvöskunarburstann.
Það er fólkið sem við höfum valið til að fara með fjöregg þjóðanna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli