Þessa frétt var rekist á þegar blöðum dagsins var flett, en þar er sagt frá því, að bændur hafi fengið styrk úr sjóði Geðhjálpar og þar segir til skýringar:
,,Þá fá Bændasamtök Íslands styrk upp á 1,5 milljónir til að vinna fræðslumyndband til sálgæslu fyrir bændur. Í myndbandinu segja bændur, sem lent hafa í áföllum, sínar reynslusögur."
Í mymdbandinu sem fyrirhugað er að gera fyrir styrkinn, segja bændur sem fyrir áföllum hafa orðið sínar reynslusögur.
Á árum áður urðu bændur stundum fyrir áföllum fyrir tilverknað manna sem voru innan þáverandi Stéttarsambands bænda og fleiri sem tengdust félagsskapnum.
Það er væntanlega ekki til umfjöllunar, enda flestir horfnir af sviðinu sem því tengdust. Bæði þolendur og gerendur.
Núverandi Bændasamtök lofa góðu og eiga ekki að gjalda fyrir syndir forfeðranna.
Þær eru til að læra af og forðast.
Þar næst var rekist á frétt um eigendur jarðar í Borgarbyggð sem neyddir eru til að vera í svokölluðu ,,upprekstrarfélagi".
Sú fyrri er um menn sem fá styrk úr sjóði Geðhjálpar og er úr Morgunblaðinu, en sú seinni er úr Fréttablaðinu og fjallar um eina af birtingarmyndum forneskjunnar sem er til varðandi sauðfjárbúskapinn.
Ritari telur að ekkert samband sé milli þessara frétta og að tilviljun ein hafi ráðið því að báðar birtast sama daginn og í sitthvorum fjölmiðlinum!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli