Það er og hefur lengi verið ófriður í Úkraínu, sem þarf víst ekki að segja neinum.
Um það skrifar Ámundi Loftson fyrrverandi bóndi og sjómaður ágæta grein í Morgunblaðið 3/11 sl. og vekur athygli á því sem við blasir en enginn gerir neitt með, að:
,,Íslendingar eru herlaus þjóð sem lengst af hefur talið sig hlutlausa þegar kemur að hernaðarbrölti. Nú hefur þó orðið breyting þar á. Ráðamenn á Íslandi hafa nú skipað sér í raðir stríðsæsingamanna sem hrópa á sigur með eyðileggingar- og drápstólum."
Og:
,,Orðið er það eina vopn sem sigrað getur í deilum og átökum. Viðskipti, samvinna og víðtækt samneyti á öllum sviðum er öruggasta trygging fyrir friði sem til er. Einangrun og vígvæðing er jafn örugg ávísun á hið gagnstæða."
Og síðar:
,,Með fundi æðstu manna mestu stórvelda heims sem haldinn var á Íslandi 1986 mörkuðu Íslendingar sér sérstöðu í sátta- og friðarmálum. Þá buðu þeir fundarstað sem var þeginn. [...] Augu heimsins beindust að Íslandi. Íslendingar voru komnir á kortið í friðarmálum heimsins."
Íslenskir ráðamenn ættu að lesa þessa grein í heild sinni, tileinka sér boðskap hennar og gera síðan gagn í stað ógagns.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli