Að gera gagn í stað ógagns

 

2022-11-03 (2)Það er og hefur lengi verið ófriður í Úkraínu, sem þarf víst ekki að segja neinum.

Um það skrifar Ámundi Loftson fyrrverandi bóndi og sjómaður ágæta grein í Morgunblaðið 3/11 sl. og vekur athygli á því sem við blasir en enginn gerir neitt með, að:

,,Íslend­ing­ar eru herlaus þjóð sem lengst af hef­ur talið sig hlut­lausa þegar kem­ur að hernaðarbrölti. Nú hef­ur þó orðið breyt­ing þar á. Ráðamenn á Íslandi hafa nú skipað sér í raðir stríðsæs­inga­manna sem hrópa á sig­ur með eyðilegg­ing­ar- og dráp­stól­um."

Og:

,,Orðið er það eina vopn sem sigrað get­ur í deil­um og átök­um. Viðskipti, sam­vinna og víðtækt sam­neyti á öll­um sviðum er ör­ugg­asta trygg­ing fyr­ir friði sem til er. Ein­angr­un og víg­væðing er jafn ör­ugg ávís­un á hið gagn­stæða."

Og síðar:

,,Með fundi æðstu manna mestu stór­velda heims sem hald­inn var á Íslandi 1986 mörkuðu Íslend­ing­ar sér sér­stöðu í sátta- og friðar­mál­um. Þá buðu þeir fund­arstað sem var þeg­inn. [...] Augu heims­ins beind­ust að Íslandi. Íslend­ing­ar voru komn­ir á kortið í friðar­mál­um heims­ins."

Íslenskir ráðamenn ættu að lesa þessa grein í heild sinni, tileinka sér boðskap hennar og gera síðan gagn í stað ógagns.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...