Í vefritinu Zerohedge er sagt frá ferðum vopna sem send eru til Úkraínu af NATO þjóðunum. Í ljós kemur að ekki er á vísan að róa um hvar þau lenda og svo mikið er víst, að hluta af þeim er smyglað úr landi og m.a. til Finnlands.
Haft er eftir Christer Ahlgren hjá lögreglunni í Finnlandi að þar séu þeir að sjá þessi vopn:
“We are seeing signs that these weapons are already in Finland, (…) and we have already seen signs that weapons delivered to Ukraine have been found in Finland,” Ahlgren says.
Þá segir þar að kollegar þeirra hafi sé hið sama vítt um Evrópu og þar á meðal flaugar frá Úkraínu, sem ætlaðar eru til að beita gegn skriðdrekum.
Þá segir:
,,Óttast er að Javelin skriðdrekaeldflaugin geti einnig hafa ratað í hendur glæpamanna í Evrópu. Eldflaugin stuðlaði að farsælli vörn Úkraínumanna á fyrstu stigum stríðsins, og sem Bandaríkin og Bretland hafa útvegað Úkraínu mikið af. Flaugin hefur að sögn, sést boðin til sölu á undirheimavef í sumar, en ekkert staðfest tilfelli er um að vopnið hafi verið notað í árás utan Úkraínu."
Menn telja sig hafa vissu fyrir að til smyglsins hafi verið farið um hafnir en ekki flugvelli og vitað er um úkraínska flóttamenn sem greitt hafa fyrir flutning yfir landamærin með vopnum en ekki peningum.
Niðurlagsorð frásagnarinnar eru:
,,„Úkraína hefur fengið gríðarlega mikið af vopnum, og það er gott, en við munum eiga við þessi vopn í áratugi og við erum að greiða fyrir það með þessu“ Og ,,Þeir sem tekið hafa ákvarðanirnar hafa ekki tekið með í reikninginn að stríðið í Úkraínu hefur einnig aukið vinnuálagið á lögregluna".
Engin ummæli:
Skrifa ummæli