Korn og heimtufrekja

 Þeir tóku spjall saman um daginn Biden og Zelensky og umræðuefnið var fastir liðir eins og venjulega. 

Zelensky vantaði sitt af hverju og ekki síst væri gott að fá eitthvað fullkomnara og betra en komið hefði síðast, svona til að hressa upp á liðið og andann í því.

Trúlega hefur bóndinn í Hvíta húsinu í Washington sofið illa nóttina áður, því hann missti sig (,,lost his temper") í spjallinu, líklega minnugur þess að ólíkt náunganum í símanum, þyrfti hann að standa frammi fyrir þjóð sinni fyrir þær gjafir sem yrðu gefnar.


Það er ekki gott að móðga þann sem heldur manni uppi, veitir og gefur af mikilli fórnfýsi, til að hægt sé að standa sig í blóðugum slagnum við veldið í austri!

En það er heldur ekki gott að samkomulagi sem komið var á af mannúðarástæðum(?) sé spillt með því að nota tækifærið til að klóra birninum öfugt.
Frá því hátterni var sagt í rússneskum fjölmiðli með eftirfarandi hætti:
,,“This subversive action of Kiev grossly violates the Istanbul agreements and, in fact, puts an end to their humanitarian dimension. It is now obvious to everyone that the Black Sea humanitarian corridor is being used by the Ukrainian side for military sabotage purposes,”
 Nebenzia said, referring to Saturday’s drone attack on Sevastopol."

Það góða er, að mönnum tókst að sjatla málið og nú munu Rússar fylgjast enn betur en áður með flutningaskipunum sem flytja kornið frá Úkraínu.

Og við munum að það gekk þannig fyrir sig síðast þegar hik varð á flutningunum að ríku þjóðirnar gengu fyrir og fengu sitt fyrst, síðan komu þær sem þjáðust af hungri og ætli það verði ekki eins nú.
Ef einhver skyldi vera búinn að gleyma því hvernig staðið var að flutningunum í upphafi, þá má lesa um það hér á vef New York Times.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...