Ein helsta frétt Morgunblaðsins þennan morguninn er að Samfylkingin hefur valið sér nýjan formann og ekki bara það, því eins og segir í fyrirsögninni hér að ofan er um algjöra endurnýjun á forystu flokksins að ræða.
Það er ástæða til að fagna þessum tíðindum með blaðinu, því brýn nauðsyn er að raunverulegur jafnaðarmannaflokkur sé á sviði stjórnmálanna í landinu okkar kæra og nú er staðan sú að svo er og auk þess mun Sjálfstæðisflokknum verða valinn formaður, nýr eða ekki nýr, á landsfundi flokksins sem haldinn verður innan tíðar.
Það er reyndar Sjálfstæðiskona sem ritar grein sem birtist í blaðinu í dag undir fyrirsögninni ,,Skítur skeður", og óhætt mun að fullyrða að greinin tengist á engan hátt því sem gerast mun á væntanlegum landsfundi Sjálfstæðismanna!Greinin er um mikið alvörumál í lífi þjóðar, það er að segja hvernig hægt sé að tryggja þjóðinni áburðarefni til ræktunar nytjajurta. Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtakanna minnir á að eitt sinn átti þjóðin áburðarverksmiðju sem framleiddi köfnunarefnisáburð, en auk þess þarf þrífosfat og kalí og möguleikar gætu verið á að vinna þau efni úr því sem til fellur af... já einmitt, skít!
Albert segir m.a. í grein sinni:
Mikil tækifæri felast í því að gera skógrækt að sjálfbærum atvinnuvegi á Íslandi á næstu 15-20 árum, sem skilar verulegum gæðum og ávinningi til samfélagsins.
Rétt er að taka undir þau orð og rifjast upp hve skógrækt hefur vaxið mikið vítt um landið á seinni árum, eða líklega frekar áratugum, því skógrækt er verkefni til langrar framtíðar og ekki er ólíklegt að henni muni vaxa fiskur um hrygg eftir því sem tímar líða.
,,Bænakvak" Ingibjargar er hvatnig til blaðamanna Morgunblaðsins um að taka sér ekki til fyrirmyndar RÚV.
Það er ánægjulegt að fletta blaði sem er bæði jákvætt og fræðandi og þannig er Morgunblaðið í dag og þó tvær af þremur úrklippum þessarar bloggsíðu séu aðsendar greinar, þá er ekki þar með sagt að blaðamennskan standi ekki fyrir sínu. Aðsend grein og hvatning til áframhaldandi vandaðrar fréttamennsku er í blaðinu eftir Ingibjörgu Gísladóttur sem er hér að neðan.
,,Bænakvak" Ingibjargar er hvatnig til blaðamanna Morgunblaðsins um að taka sér ekki til fyrirmyndar RÚV.
Ingibjörg segir, er hún lýsir tilhlökkun sinni þegar kemur að því að lesa blaðið:
,,Tilhlökkunin er þó blendin núorðið því sumir fréttamenn þess virðast hafa tekið RÚV sér til fyrirmyndar og [hafa] látið af hlutleysi í fréttavali og frásagnarhætti."
Ingibjörg er ekki ein um það að hafa fengið sig sadda af ,,frétta"- flutningi RÚVsins, sem er orðinn þannig að oftar en ekki verður að leita sér upplýsinga annarstaðar í þeirri von að takast muni að finna óbrenglaðan uppruna ,,fréttanna".
Engin ummæli:
Skrifa ummæli