Hin nýju hagfræðilögmál

 Kjarninn segir frá enn einni hækkun stýrivaxta.

Vextirnir eru orðnir 6% og sér ekki fyrir endann á hækkunum þeirra, eftir nýjustu aðgerðir í efnahagsþvingunum, gagnvart Rússlandi, sem lesa má um meðal annars í The Wall Street Journal. 

Skjáskot af frétt The Wall Street Journal

Þar er sagt frá því að fyrirhugað er að bæta verulega í, með því að setja á hámarksverð, á olíu frá Rússlandi, sem væntanlega dregur úr framboði á heimsmarkaði með tilheyrandi afleiðingum og sannast þar, að þó sárt bíti soltin lús, þá getur hún skaðast sjálf við bitið, einkum ef það er eitrað.

Samkvæmt því sem segir í WSJ, er ætlunin að G-7 ríkin, ESB og Ástralía, banni þjónustu vegna sendinga á rússneskri olíu nema nema hún sé seld undir 70 bandaríkjadollurum (tunnan?), og gera verður ráð fyrir að þá sé átt við að salan fari fram á yfirráðasvæði hins samstæða hóps sem að þessu stendur.

Allt er þetta í lausu loft ennþá en eins víst er, að svo geti farið að olíuverð hækki í þeim löndum sem aðild eiga að umræddu samkomulagi, en lækki mögulega í löndunum sem halda áfram að kaupa olíu frá Rússlandi.

 Einnig gæti svo farið að lögmál hins frjálsa markaðar nái yfirhöndinni og menn ákveði bara að virða þetta að vettugi, þannig að niðurstaðan verði sem um storm í vatnsglasi sé að ræða.

Stríðið í Úkraínu er ástæðan fyrir þessum sérkennilegu vangaveltum, en í því stríði er nýjast að Biden mun hafa muldrað því út úr sér að eldflaugin sem skotið var á Pólland fyrir nokkrum dögum, hafi verið úkraínsk og skotið óvart! 

Þeir eru til sem efast um að svo hafi verið og telja að allt eins geti verið að flauginni hafi verið skotið á Pólland af Úkraínum í tilraun til að láta líta svo út sem Rússar hefðu verið gerendur í von um að þá myndi NATO dragast inn í átökin. Pólland er jú í NATO og að ráðast á það land jafngildir árás á NATO ríkin öll, það er að segja, nema að árásin komi frá Úkraínu!

Eins og vandræðin séu ekki næg, þá blasa verkföll við í olíuiðnaðinum og er þá ekki allt talið og hægt er að að lesa um og sjá  óróann sem er á olíumarkaðnum í umfjöllun Zerohedge. 

Það verður að vonum spurt að leikslokum í þessu öllu og ætli lögmál hins frjálsa markaðar verði ekki ofan á að lokum?

Til gamans má geta þess í lokin þó sárgrætilegt sé, að íslensku Bændasamtökin hafa orðið áhyggjur af því að bændur geti átt það til að selja jarðir sínar of dýrt! 

Eins og við flest vitum, er framleitt umtalsvert meira af lambakjöti en markaður er fyrir í landinu og hefur það sem frameitt er umfram íslenskan markað, verið flutt úr landi og selt þar fyrir lítið en mismunurinn síðan greiddur bændum úr ríkissjóði. 

Nú hyggjast menn bæta úr þessu með nýrri gerð af vistarböndum sem útfært er þannig að sett skuli einhverskonar verðþak á jarðir til að hindra að bændur geti forðað sér yfir í aðra atvinnu með því að selja jarðir sínar. 

Nánari útfærsla bíður seinni tíma og verður fróðlegt að sjá hver niðurstaðan verður. 

En víst er að hér er um eina sérkennilegustu hagsmunagæslu að ræða sem um getur!



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...