Þakkargjörðarsiðurinn

 Síðastu sólarhringana hefur upphafist nokkur, en ekki alls óvæntur jarmur á samfélagssíðunni Facebook.

2022-11-27 (3)Tilefnið er, að vegna innleiðingar á bandarískum sið hefur orðið til sú hefð hjá sumum íslenskum heimilum að snæða kalkúnakjöt í tilefni hátíðar sem er erlend að uppruna.

Siðurinn, sem er  bandarískur, gengur út á að í boði eru alls kyns tilboð í verslunum, en einnig, að fólk gerir vel við sig og þá meðal annars í mat og borðar þá svo dæmi sé tekið: kjöt af kalkúnum.

Sauðfjárbændur, með sinn ríkisrekna búskap og markaðssetningu á afurðum sínum, virðast sjá ofsjónum yfir þessu markaðstækifæri eina kalkúabúsins í landinu og hafa hafið söluherferð á kjöti af sauðkindum í tilefni hátíðarinnar.

2020-04-29 (2)Sá er m.a. munurinn á sauðfjárrækt og alifuglarækt að sú fyrrnefnda er ríkisrekin að stórum hluta.

Svo er að sjá sem markaðsfyrirtæki sauðfjárbænda sjái ofsjónum yfir því, að hugsanlega hafi alifuglabændur og þá einkum  Reykjabúið, sem hefur stundað kalkúnaræk um áratugi, gott forskot á kjötsölu af þessu tilefni.

Forskot sem endist eina helgi!

Á Visindavefnum er hægt að afla sér eftirfarandi upplýsinga um uppruna þessarar hátíðar og þar segir m.a. eftirfarandi:

,,Hann [þakkargjörðardagurinn] er einn af fáum hátíðisdögum þar í landi sem alfarið er upprunninn í Bandaríkjunum sjálfum."

Sagan er síðan útskýrð betur með eftirfarandi orðum:

,,Fyrsta þakkargjörðardaginn héldu enskir púrítanar, svonefndir pílagrímar, haustið 1621. Þeir höfðu í september árið áður hrökklast með skipinu Mayflower frá borginni Plymouth á Englandi að strönd Massachusettsflóa. Þar stofnuðu þeir nýlenduna Plymouth. Eftir harðan vetur en góða sumaruppskeru ákváðu pílagrímarnir að þakka Guði fyrir alla hans velgjörninga með þriggja daga hátíð. Þeir buðu innfæddum einnig að taka þátt í veislunni, en til matar voru einkum kalkúnar og villibráð."

Af þessu má sjá að siðurinn er bandarískur að uppruna og reyndar einn af frekar fáum slíkum og sem hefur verið að breiðast út og þar á meðal til Íslands.

2020-04-27 (9)Hvernig íslenskum sauðfjárbændum og sölufyrirtæki þeirra sem áður hét ,,Icelandic Lamb" (en núna eitthvað annað og íslenskara) og sem hælir búskaparháttum með sauðkindur með því að leggja áherslu á í kynningu sinni, að íslenskar kindur hafi ráfað frjálsar(?) um landið síðan árið 874, kemur til hugar að ráðast í markaðsherferð sem þessa er torvelt að skilja.

Hér verða ekki tíunduð dæmi úr því sem sagt hefur verið á samfélagsmiðlinum sem í upphafi var nefndur, að öðru leiti, en með eftirfarandi texta sem sauðfjárbóndi setti inn á umræðuþráð.

Þar sagði m.a. á þá leið og rétt er að taka fram að sá var að mæra sína sauðkind: 

...að ekki færu kalkúnar á beit um holt og móa og að ekki væri fiðrið af þeim nýtt til skjóls... og bætti við að hann: vildi fá vitrænar upplýsingar frá sér vitrari mönnum.

Óhætt mun að segja að umræðan og röksemdafærslan, getur farið út ,,um holt og móa" í vörninni fyrir frjálsu ráfi hinnar íslensku sauðkindar! 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...