Ráðagóður ráðherra með ráð undir hverju rifi

Til vinstri við mynd Halldórs í Fréttablaðinu, er leiðari ritaður af Sigmundi Erni Rúnarssyni undir yfirskriftinni Bylur og bilun: https://www.frettabladid.is/skodun/bylur-og-bilun/

Undirritaður man eftir því að hafa lent í nokkurri bið á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs.
Ferðinni var heitið til Lundúna með vél B.A.
Vélin þurftir að bíða nokkuð lengi á vellinum til að færi gæfist til flugtaks, en þegar til London var komið var allt úr skorðum gengið þar líka vegna veðurs og lent var á miðborgarflugvellinum í stað Heathrow.
Við tók langur akstur í leigubíl yfir á Heathrow flugvöll og gisting þar í gistihúsi vegna þess, að flugi til áframflugs til Aþenu hafði líka verið seinkað, vegna veðurs!
Íslenskur innviðaráðherra verður ekki í vandræðum með að koma málum svo fyrir að svona nokkuð hendi ekki og ættu Bretar að tileinka sér ráðakænsku hins íslenska.
Hvort þar í landi er til ráðherra sem hefur undir rifi sínu ráð við hverjum þeim vanda sem af veðri getur stafað er undirrituðum ekki kunnugt um, en veit þó að hinn nýútsprungni forsætisráðherra þeirra Bretanna telur sig vita ráð við flestu.
Snjóbylur og ófærð kom ekki við sögu í þessu ferðaævintýri, aðeins hvassviðri og það hefði enga eftirmála af hálfu ,,innviðaráðherra" þeirra bresku.
Og náttúrulega ekki þess íslenska, þar sem ekki var búið að finna upp embættið þegar þetta var!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...