Tímaviðmið - jólahald

Mynd af Vísindavefnum

Jólin eru ekki haldin á sama tíma ársins allsstaðar og það á sér sögulegar skýringar. 

Því hefur það óljósa merkingu að segja sem svo, þegar sagt er frá atburðum sem gerast þar sem jólin eru haldin á öðrum tíma en hjá okkur, að eitthvað hafi gerst t.d. í gær og bæta síðan við án skýringar ,,á jóladag".

Þegar enginn jóladagur var þar sem atburðurinn átti sér stað, eða hjá þeim sem atburðinum olli.

Fyrir nokkrum áratugum var ég ásamt skipsfélögum mínum staddur í Ríga í Lettlandi - sem þá tilheyrði Sovétríkjunum - rétt fyrir jól og við skemmtum okkur við að horfa á frábæra jóladagskrá þarlendrar sjónvarpsstöðvar. 

Skildum ekki orð af því sem sagt var, en nutum þó!

Fróður maður um borð, upplýsti okkur um að jóladagur í Rússlandi væri 6. janúar, en Lettlandi 25. desember.

Samkvæmt því var og er, jólahald austur þar á misjöfnum tíma og í Úkraínu er jóladagur 25. desember og í Rússlandi 7. janúar svo dæmi sé tekið.

Þegar fréttir eru sagðar af stríðinu milli Úkraínu og Rússa flækist málið við að nota jóladaga sem viðmið, af fyrrnefndum ástæðum.

Þegar jól eru í öðru landinu (Úkraínu), en ekki komin í hinu (Rússlandi) og þegar þau ganga í garð þar, þá eru þau gengin hjá í hinu!

Líklega er best að notast við við eitthvað annað viðmið í tímasetningum þegar sagðar eru fréttir af atburðum og árekstrum milli landa með svona ólíka siði. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...