Elon Musk, Twitter og Sjónvarpið

 Í Staksteinum Morgunblaðsins var skrifað um manninn sem allt á og þó ekki alveg því hann á ekki nægar vinsældir til þess að notendur Twitters vilji hafa hann sem forstjóra fyrirbærisins.

Textinn er trúlega eftir Davíð Oddson ritstjóra en þar segir:

,,Seint verður sagt um Elon Musk, Tesla-eig­anda, Twitter-eig­anda og verðandi Mars­búa, verði hon­um að ósk sinni, að hann forðist sviðsljósið. Hann hef­ur hrært tals­vert í not­enda­regl­um Twitter eft­ir að hann tók þar við stjórn­inni og tek­ist að halda umræðunni um fyr­ir­tækið gang­andi, hafi það verið ætl­un­in [...]".

Eins og undirritaður þekkir þennan Twitter miðil er um að ræða möguleika til að birta stuttan texta (athugsemd) og hengja við hann viðhengi fyrir fólk til að lesa.

Musk mun hafa upplýst að miðillinn hafi verið notaður af fyrri eigendum til þess að styðja við stjórnmálafyrirbrigðið Rebúblikana hina bandarísku og þá náttúrulega ekki síst fígúruna sem þjónaði þjóð sinni og sjálfum sér sem forseti í fjögur ár og vildi alls ekki sleppa takinu þegar kjörtímabilið var liðið.

Trump verður samt að segja það til hróss, að hann gat haldið talsambandi við starfsbræður sína í Norður Kóreu og Rússlandi, en gekk ver með Elísabetu heitina. Sá sem líður um ganga Hvíta hússins nú um stundir, er ekki sérlega laginn við að halda slíku talsambandi, né yfirleitt að tala við mann og annan eins og hefur verið rakið með snilldarlegum hætti m.a. í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins.

En aftur að Twittereigandanum.

Sá er búinn að halda kosningu um hvort hann eigi að fara með framkvæmdastjórn miðilsins og ekki nóg með það, hann hefur upplýst um hvernig miðillinn hafi verið notaður til þjónustu við Biden í kosningabaráttunni, eða eins og segir í Staksteinum:

,,Meira máli skipta þær upp­ljóstran­ir sem Musk hef­ur staðið fyr­ir á miðlin­um um fyrri stjórn­end­ur og hvernig þeir beittu hon­um í póli­tísk­um til­gangi með því að stýra birt­ingu efn­is og rit­skoða. Twitter vann með demó­kröt­um við að stýra umræðunni fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2020 og gekk það einkum eft­ir vegna þess að starfs­menn Twitter voru mjög á bandi demó­krata en ekki re­públi­kana."

Og síðar og taki menn nú eftir:

,,Eng­um dett­ur í hug að Twitter hafi verið eins­dæmi í þessu, en eig­end­ur Face­book og annarra slíkra miðla eru ekki lík­leg­ir til að opna dyrn­ar fyr­ir óháðum blaðamönn­um og af­hjúpa með því hvernig þess­ir miðlar starfa."

Við sem gösprum á Facebook daginn langan ættum að hafa þetta í huga og verður þá einum þeirra gasprara hugsað til þess, hvernig Facebook hefur reynt að þagga niður í rússneskum miðlum eftir að Putinn þraut erendið í undanlátssemi sinni við úkraínsk ,,stjórnvöld".

Twitter er hins vegar bjargað ef svo má segja - í bili.

Hvort það sama megi segja um íslenska Ríkisútvarpð er ekki víst, sé tekið mið af því sem sást á skjá þess að kvöldi hins 20. desember, í einhverskonar umfjöllun um rússneskar ,,listakonur", en gæti verið efni í annan pistil!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...