Tvær konur og hvorug í fríi

 Tvær konur, voru á síðum Morgunblaðiðsins með eins dags millibili fyrir fáum dögum. 

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, sagði samkvæmt frásögn blaðsins, sem er undir yfirskriftinni ,,Aðhald stjórnarinnar lagt á almenning"

,,„Verjum heimilisbókhaldið“ og „Vinnum gegn verðbólgu“ kallast tveir flokkar breytingatillagna Samfylkingarinnar við fjárlög næsta árs þar sem [...] er lagt til að vaxtabætur til millitekjufólks hækki um 50 prósent, 17 milljörðum verði varið til mótvægisaðgerða gegn verðbólgu, barnabætur hækki og eins fjármagnstekjuskattur."

Blaðið hefur síðan eftir Kristrúnu: „Allt aðhald rík­is­stjórn­ar­inn­ar er lagt á al­menn­ing. Rík­is­stjórn Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur hækk­ar skatta með hækk­un krónu­tölu­gjalda sem falla þyngra á fólk eft­ir því sem það hef­ur lægri tekj­ur. Sam­fylk­ing­in vill sýna að það er hægt að fara aðra leið í þess­um efn­um."

Hún sagði Samfylkinguna vilja verja heimilin í landinu og vinna gegn verðbólgunni, að möguleikar til að telja launatekjur fram sem fjármagnstekjur verði takmarkaðir með lokun á ehf. ,,gatinu" og að álag verði lagt á veiðigjöld stórútgerða, að lækkun bankaskatts verði afturkölluð að hluta og að húsnæðisbætur til leigjenda verði hækkaðar.

Helga Vala Helgadóttir fjallar um frumvarp um útlendingalög í sinni grein og finnur þar ýmislegt sem betur má fara og bendir á að ekki sé víst að það standist ákvæði stjórnarskrár að engin tilraun hafi verið gerð til að kanna hvort svo sé! 

Frumvarpið sé ætlað til fælingar og að ekki sé tekið tillit til alls þess fjölda sem sótt hafi til landsins vegna ástandsins í Úkraínu og Venesúela. 

Hún gagnrýnir einnig að til standi að svipta fólk húsaskjóli og heilbrigðisþjónustu, ef það hafi ekki haft sig á brott þegar 30 dagar eru liðnir frá synjun og segir að flestir umsagnaraðilar hafa mótmælt því atriði. 

Hvernig núverandi ríkisstjórn hefur hugsað sér að fylgja þessum hugmyndum eftir, liggur ekki fyrir, en sporin hræða. Vandinn myndi vitanlega færast yfir á sveitarfélögin sem ekki standa vel eins og flestir vita. Helga Vala bendir á að ekkert Norðurlandanna hafi farið þessa leið. 

Hugmyndir dómsmálaráðherra ganga út á að senda fólk sem er í þessari stöðu, til einhverra landa utan Evrópu en ekki kemur fram hver þau lönd eru! Eins og sjá má og Helga Vala bendir á, er frumvarpið meira en lítið gallað og þarfnast endurskoðunar, eða að semja verði það að nýju.

Útlendingalögin virðast okkur leikmönnum, vera bæði loðin og teygjanleg, en sé svo ekki, þá er framkvæmdin talsvert frjálsleg svo ekki sé meira sagt og ef til stendur að endurnýja þau með furðu sem þessari, þá er erfitt að skilja hvers vegna verið er að leggja vinnu í verkið.

Rétt er að taka fram að ritari þessa pistils las ekki yfir tillögur Kristrúnar, heldur studdist við frásögn Morgunblaðsins af tillögunum. Grein Helgu Völu Helgadóttur birtist í blaðinu og má lesa þar.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...