Samningurinn um starfsskilyrði sauðfjárræktar

Samsett mynd úr safni, sem sýnir hluta þeirrar umræðu sem hefur mátt sjá að undanförnu varðandi sauðfjárræktina, þar sem rætt er um fækkun dilka sem koma til slátrunar og markaðsstöðu íslensks lambakjöts. .

Að undanförnu hafa forystumenn sauðfjárbænda vakið athygli á því hve illa sé að þeim búið í samfélaginu.

Af því tilefni er ekki óeðlilegt að skoða samninginn sem gerður var milli Bændasamtakanna og Stjórnvalda um kjör þeirra.

Samningurinn er frá 2016 og ber yfirskriftina ,,SAMNINGUR um starfsskilyrði sauðfjáræktar" og í fyrstu grein koma markmiðin með gerð hans fram:

,,Meginmarkmið þessa samnings er að efla íslenska sauðfjárrækt í sátt við samfélag og náttúru þar sem sérstaða, sjálfbærni, fjölbreytni og verðmætasköpun eru höfð að leiðarljósi. Það verði gert með því að hlúa að þeirri menningu sem tengist sauðfjárrækt um leið og stuðlað er að framþróun, nýsköpun, nýliðun og eflingu byggðar um allt land.  

Að stuðningur ríkisins stuðli að áframhaldandi þróun í greininni og bættri afkomu. 

Að treysta stoðir sauðfjárræktar í byggða- og atvinnulegu tilliti.  

Að auðvelda nýliðun, þannig að nauðsynleg kynslóðaskipti geti orðið í hópi framleiðenda og tryggja að stuðningur ríkisins nýtist sem best starfandi bændum.  

Að stuðla að fjölbreyttu framboði gæðaafurða á sanngjörnu verði fyrir neytendur.  

Að efla gæðastýrða sauðfjárframleiðslu og aðra þætti sem henni tengjast þar með talið velferð dýra, heilnæmi afurða, umhverfisvernd og sjálfbæra landnýtingu. 

Að efla markaðsstarf, nýsköpun og markaðsvitund í sauðfjárrækt með það fyrir augum að auka verðmætasköpun og möguleika greinarinnar til að nýta sóknarfæri á erlendum mörkuðum og gagnvart ferðamönnum."

Í svokölluðum ,,Viðauka 1" er áhugaverð tafla sem sýnir fjárútlát ríkissjóðs á samningstímabilinu:

Við erum enn stödd á árinu 2022 þegar þessi samantekt er gerð og eins og sjá má eru útgjöld ríkissjóðs samkvæmt því sem í samningnum segir 4.633 milljónir krónur á því ári.
Samningnum fylgir ,,Tafla 2 – Býlisstuðningur" sem virðast vera greiðslur háðar framleiðslumagni og bundnar við þann fjárfjölda sem er á hverju búi:


Þeir sem skrifa undir fyrir hönd ríkisstjórnarinnar eru þáverandi sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra ásamt fjármála og efnahagsráðherra. Fyrir hönd Bændasamtakanna er það þáverandi formaður þeirra og fyrir hönd Landsamtaka sauðfjárbænda Þórarinn Ingi Pétursson, núverandi þingmaður Framsóknarflokksins.

Og eins og sjá má er tilgangur samningsins að: efla íslenska sauðfjárrækt í sátt við samfélag og náttúru þar sem sérstaða, sjálfbærni, fjölbreytni og verðmætasköpun eru höfð að leiðarljósi.

Við sjáum hér að ofan að ekki er nærri allt upp talið, en ,,leiðarljósið" fannst og ríkissjóður fannst og jafnvel þingsæti líka.

En þrátt fyrir að allt þetta hafi fundist og ómældar peningafúlgur hafi fundist og verið greiddar, virðist sem grundvöllurinn fyrir þessu öllu hafi ekki fundist. Því þó oft hafi verið hart í ári hjá búgreininni á árum áður, er svo að heyra og sjá, sem staðan sé enn slæm og jafnvel verri en það.

Því nú virðist sem stefni í skort á offramleiðsluvanda - sem sést ef samsetta myndin hér efst er skoðuð -  og svoleiðis vandi er víst ekki góður, fyrir þá sem vanir eru við offramleiðslu að búa.

Samningurinn er verðtryggður svo sem við er að búast, eða eins og segir í 14. grein:

,,Árleg framlög samkvæmt samningi þessum miðast við forsendur fjárlaga fyrir árið 2016, en taka árlegum breytingum í samræmi við verðlagsuppfærslu fjárlaga. Ef þróun meðaltalsvísitölu neysluverðs (meðaltal ársins) verður önnur en verðlagsforsendur fjárlaga á árinu, skal mismunurinn leiðréttur í fjárlögum næsta árs."

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...