Í frétt Kjarnans frá því í gær segir:
,,Styrkur upp á 100 milljónir króna, sem meirihluti fjárlaganefndar ætlaði að úthluta [...]. Styrknum var bætt á fjárlög eftir að beiðni þar um kom frá Maríu Björk Ingvadóttur, framkvæmdastjóra fjölmiðlafyrirtækisins N4 á Akureyri. Í beiðninni bað hún um að 100 milljónir króna myndu verða látnir renna úr ríkissjóði til miðilsins. Fulltrúar stjórnarflokkanna í nefndinni samþykktu fjárheimildina. Þeirra á meðal var Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Hann er mágur framkvæmdastjórans."
Og:
,,Í nefndaráliti [...] segir að við aðra umræðu um fjárlagafrumvarpið hafi verið samþykkt tillaga um tímabundið framlag til reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð. „Í ljósi umræðu í fjölmiðlum beinir meiri hlutinn því til ráðherra að endurskoða þær reglur sem gilda um rekstrarstuðning við einkarekna fjölmiðla á landsbyggðinni þannig að aukið tillit verði tekið til þeirra sem framleiða efni fyrir sjónvarp.“"
Augljóst er hves vegna tillagan um 100 milljónir af almannafé var dregin til baka, en um það segir í Kjarnanum:
,,Heimildir Kjarnans herma að ráðherrar í ríkisstjórn hafi látið sig málið varða, enda þótti afar slæmur bragur á því þegar stjórnarþingmenn af landsbyggðinni ákveða án rökstuðnings að láta almannafé renna til fyrirtækis í sínu kjördæmi, eða sem er stýrt af einstaklingum í þeirra fjölskyldu."
Um eignarhaldið segir: ,,N4 er meðal annars í eigu KEA, Kaupfélags Skagfirðinga og Síldarvinnslunnar, sem á hlut í gegnum Fjárfestingarfélagið Vör. Stærsti eigandi Síldarvinnslunnar er Samherji, eitt stærsta fyrirtæki landsins sem er með höfuðstöðvar á Akureyri."
Síðan segir:
,,Í samtali við mbl.is í dag kom fram að enginn starfsmaður N4 er titlaður sem ritstjóri og enginn er titlaður fréttamaður. Aðspurður hvort N4 líti á sig sem fréttamiðil sagði Jón Steindór Árnason, stjórnarformaður N4, að það væri „svolítið erfitt að svara fyrir það nema þú skilgreinir fyrir mig hvað er frétt.“"
Það er sem sagt bæði loðið og teygjanlegt hvað sé frétt, en við fylgjum frásögninni eftir því seinna segir:
,,Í öðru lagi tiltók María að mörg sveitarfélög hafi verið tilbúin að styrkja þáttagerð af sínum svæðum, ýmist með beinum styrkjum til þáttagerðar eða kaupum á þjónustu. „Nú bregður svo við að aðalbaklandið, Norðurland allt, hvarf frá þessu 2022 en hélt okkur volgum fram eftir ári. Það komu að lokum rúmar 4 milljónir samtals í þjónustukaup frá 12 sveitarfélögum á Norðurlandi eystra nú í lok árs. ( ca 26.000.- að meðaltali á mánuði frá hverju þeirra ). Þetta hefur sett rekstur stöðvarinnar í algjört uppnám. Og þar með er fram kominn rökstuðningur fyrir því að ríkissjóður færi fjölmiðlinum almannafé, að ,,Norðurland allt" hvarf frá því að leggja fram fjármuni til rekstrarins. Jafnvel alþingismenn í stjórnarmeirihluta ættu að geta sérð að rökstuðningur af þessu tagi stenst ekki skoðun.
Auk þessa er sagt til stuðnings umsóknini að ,,auglýsingatekjur hefðu stórminnkað" og kennt er um að erlendir fjölmiðlar hafi gleypt til sín auglýsingarnar."
Í lok umfjöllunar Kjarnans segir:
,,Á grundvelli þessa rökstuðnings ákvað meirihluti fjárlaganefndar að veita N4 100 milljónum króna úr ríkissjóði. Meirihlutann skipa Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Vinstri grænna, Haraldur Benediktsson, Bryndís Haraldsdóttir og Vilhjálmur Árnason úr Sjálfstæðisflokki og Þórarinn Ingi Pétursson og áðurnefndur Stefán Vagn.
Allir þessir þingmenn utan Bryndísar, sem kemur úr Suðvesturkjördæmi, eru þingmenn landsbyggðarkjördæma. Þeir Stefán Vagn og Haraldur eru úr Norðvesturkjördæmi, en framkvæmdastjóri N4 og mágkona Stefáns Vagns er búsett á Sauðárkróki sem er í því kjördæmi. Þau Bjarkey og Þórarinn Ingi eru úr Norðausturkjördæmi, þar sem höfuðstöðvar N4 eru.
Í siðareglum fyrir alþingismenn segir í 5. grein að þingmenn skuli „ekki nýta opinbera stöðu sína til persónulegs ávinnings fyrir sig eða aðra“. Í 11. grein segir svo að þingmenn skuli við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna annars vegar og fjárhagslegra eða annarra persónulegra hagsmuna sinna eða fjölskyldu sinnar hins vegar. „Takist þingmanni ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi skal hann upplýsa um þá.“"
Sannleikurinn er sá, að þau hefðu eins getað sagt í rökstuðningnum fyrir umsókninni:
Okkur langar bara í smáaur til að leika okkur með! Gerið þið það verið nú örlát og góð!
Myndirnar eru skjáskot úr frétt Kjarnans og feitletraði og skáletraði textinn er Kjarnans. Undirstrikun á einum stað í tilvitnuðum texta er frá höfundi þessa pistils.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli