Gef mér smáaur..

 

Í frétt Kjarnans frá því í gær segir:
,,Styrkur upp á 100 millj­ónir króna, sem meiri­hluti fjár­laga­nefndar ætl­aði að úthluta [...]. Styrknum var bætt á fjár­lög eftir að beiðni þar um kom frá Maríu Björk Ingva­dótt­­ur, fram­­kvæmda­­stjóra fjöl­miðla­­fyr­ir­tæk­is­ins N4 á Akur­eyri. Í beiðn­inni bað hún um að 100 millj­ónir króna myndu verða látnir renna úr rík­is­sjóði til mið­ils­ins. ­Full­­trúar stjórn­­­ar­­flokk­anna í nefnd­inni sam­­þykktu fjár­­heim­ild­ina. Þeirra á meðal var Stefán Vagn Stef­áns­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins. Hann er mágur fram­kvæmda­stjór­ans."
Og:
,,Í nefnd­ar­á­liti [...] segir að við aðra umræðu um fjár­laga­frum­varpið hafi verið sam­þykkt til­laga um tíma­bundið fram­lag til rekst­urs fjöl­miðla á lands­byggð­inni sem fram­leiða eigið efni fyrir sjón­varps­stöð. „Í ljósi umræðu í fjöl­miðlum beinir meiri hlut­inn því til ráð­herra að end­ur­skoða þær reglur sem gilda um rekstr­ar­stuðn­ing við einka­rekna fjöl­miðla á lands­byggð­inni þannig að aukið til­lit verði tekið til þeirra sem fram­leiða efni fyrir sjón­varp.“"

Augljóst er hves vegna tillagan um 100 milljónir af almannafé var dregin til baka, en um það segir í Kjarnanum:
,,Heim­ildir Kjarn­ans herma að ráð­herrar í rík­is­stjórn hafi látið sig málið varða, enda þótti afar slæmur bragur á því þegar stjórn­ar­þing­menn af lands­byggð­inni ákveða án rök­stuðn­ings að láta almannafé renna til fyr­ir­tækis í sínu kjör­dæmi, eða sem er stýrt af ein­stak­lingum í þeirra fjöl­skyldu."
Um eignarhaldið segir: ,,N4 er meðal ann­­­ars í eigu KEA, Kaup­­­fé­lags Skag­­­firð­inga og Síld­­­ar­vinnsl­unn­­­ar, sem á hlut í gegnum Fjár­­­­­fest­ing­­­ar­­­fé­lagið Vör. Stærsti eig­andi Síld­­­ar­vinnsl­unnar er Sam­herji, eitt stærsta fyr­ir­tæki lands­ins sem er með höf­uð­­­stöðvar á Akur­eyr­i."

Síðan segir:
,,Í sam­tali við mbl.is í dag kom fram að eng­inn starfs­maður N4 er titl­aður sem rit­­stjóri og eng­inn er titl­aður frétta­mað­ur. Aðspurður hvort N4 líti á sig sem frétta­miðil sagði Jón Stein­­dór Árna­­son, stjórn­­­ar­­for­maður N4, að það væri „svo­­lítið erfitt að svara fyr­ir það nema þú skil­­grein­ir fyr­ir mig hvað er frétt.“"

Það er sem sagt bæði loðið og teygjanlegt hvað sé frétt, en við fylgjum frásögninni eftir því seinna segir:
,,Í öðru lagi til­­tók María að mörg sveit­­ar­­fé­lög hafi verið til­­­búin að styrkja þátta­­gerð af sínum svæð­um, ýmist með beinum styrkjum til þátta­­gerðar eða kaupum á þjón­­ustu. „Nú bregður svo við að aðal­­bakland­ið, Norð­­ur­land allt, hvarf frá þessu 2022 en hélt okkur volgum fram eftir ári. Það komu að lokum rúmar 4 millj­­ónir sam­tals í þjón­ust­u­­kaup frá 12 sveit­­ar­­fé­lögum á Norð­­ur­landi eystra nú í lok árs. ( ca 26.000.- að með­­al­tali á mán­uði frá hverju þeirra ). Þetta hefur sett rekstur stöðv­­­ar­innar í algjört upp­­­nám. Og þar með er fram kominn rökstuðningur fyrir því að ríkissjóður færi fjölmiðlinum almannafé, að ,,Norðurland allt" hvarf frá því að leggja fram fjármuni til rekstrarins. Jafnvel alþingismenn í stjórnarmeirihluta ættu að geta sérð að rökstuðningur af þessu tagi stenst ekki skoðun.
Auk þessa er sagt til stuðnings umsóknini að ,,aug­lýs­inga­­tekjur hefðu stór­minnkað" og kennt er um að erlendir fjölmiðlar hafi gleypt til sín auglýsingarnar."

Í lok umfjöllunar Kjarnans segir:
,,Á grund­velli þessa rök­­stuðn­­ings ákvað meiri­hluti fjár­­laga­­nefndar að veita N4 100 millj­­ónum króna úr rík­­is­­sjóði. Meiri­hlut­ann skipa Bjarkey Olsen Gunn­­ar­s­dótt­ir, for­­maður fjár­­laga­­nefndar og þing­­maður Vinstri grænna, Har­aldur Bene­dikts­­son, Bryn­­dís Har­alds­dóttir og Vil­hjálmur Árna­­son úr Sjálf­­stæð­is­­flokki og Þór­­ar­inn Ingi Pét­­ur­s­­son og áður­nefndur Stefán Vagn.
Allir þessir þing­­menn utan Bryn­­dís­­ar, sem kemur úr Suð­vest­ur­kjör­dæmi, eru þing­­menn lands­­byggð­­ar­­kjör­­dæma. Þeir Stefán Vagn og Har­aldur eru úr Norð­vest­­ur­­kjör­­dæmi, en fram­­kvæmda­­stjóri N4 og mág­kona Stef­áns Vagns er búsett á Sauð­ár­­króki sem er í því kjör­­dæmi. Þau Bjarkey og Þór­­ar­inn Ingi eru úr Norð­aust­­ur­­kjör­­dæmi, þar sem höf­uð­­stöðvar N4 eru.
Í siða­­reglum fyrir alþing­is­­menn segir í 5. grein að þing­­menn skuli „ekki nýta opin­bera stöðu sína til per­­són­u­­legs ávinn­ings fyrir sig eða aðra“. Í 11. grein segir svo að þing­­menn skuli við störf sín forð­­ast árekstra milli almanna­hags­muna ann­­ars vegar og fjár­­hags­­legra eða ann­­arra per­­són­u­­legra hags­muna sinna eða fjöl­­skyldu sinnar hins veg­­ar. „Tak­ist þing­­manni ekki að koma í veg fyrir hags­muna­á­­rekstra af þessu tagi skal hann upp­­lýsa um þá.“"

Sannleikurinn er sá, að þau hefðu eins getað sagt í rökstuðningnum fyrir umsókninni:
Okkur langar bara í smáaur til að leika okkur með! Gerið þið það verið nú örlát og góð!
Myndirnar eru skjáskot úr frétt Kjarnans og feitletraði og skáletraði textinn er Kjarnans. Undirstrikun á einum stað í tilvitnuðum texta er frá höfundi þessa pistils.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...