Samvinna eða umbúðir án innihalds

 Í Bændablaðinu sem kom út fyrir hátíðarnar (15. desember) birtust tvær greinar, önnur rituð af Lárusi Elíassyni, skógarbónda og verkefnastjóra á Rauðagili og Þórarni Skúlasyni sauðfjár og skógarbónda á Steindórsstöðum.

Þeir benda á að helstu atvinnuvegir þjóðarinnar í dag séu ferðaþjónusta, iðnaður og sjávarútvegur og við tökum eftir því að landbúnaður er ekki nefndur þarna og málið skýrist betur þegar þeir benda á að stærsti hluti þjóðarinnar sinni þjónustu af ýmsu tagi.

Landbúnaðurinn hefur breyst mikið eins og flestir vita, en samt ekki allir, eins og bent verður á hér fyrir neðan þessar myndir. En eins og þeir félagar benda á hefur: mjólkur-, alifugla-, svína- og matjurtarækt aukist mikið, auk þess sem ferðaþjónustan hefur blómstrað.

Síðar í grein sinni nefna þeir, að áður fyrr hafi sauðfjárbændur borið ábyrgð á sínu fé, sem er þá fyrir minni þess sem ritar þetta blogg! ,,En af vondum lögum koma vondir siðir", segir í greininni og við bættust ólög sem Umboðsmaður hefur úrskurðað að standi ekki undir því nafni að geta talist vera lög og því er ljóst orðið að yfirgangur sauðfjárbænda gagnvart öðrum landeigendum gengur ekki lengur, því lögin sem yfirganginn leyfðu eru sem sagt ólög.


Það var tímabært að þetta yrði gert ljóst og er þá komið að annarri grein eftir ,,varaþingmann Miðflokksins" sem skrifar um ,,umbúðir án innihalds" og kemur þar vel á vondan, því ef til er flokkur sem stendur undir því nafni, þá er það væntanlega Miðflokkurinn.

Grein sú gengur í stuttu máli út á það, að reynt er að færa rök fyrir því að ekki sé gert nóg fyrir sauðfjárræktina og að úr því þurfi að bæta með fjáraustri úr ríkissjóði og ætti það að koma fáum á óvart.

Millifyrirsagnirnar segja það sem segja þarf: Gjafmildi í orði, Leikreglur stjórnvalda,  Stuðningur við íslenskan almenning" sem mun eiga að felast í því að flytja fé úr almannasjóðum yfir í sauðfjárræktina og að lokum Lifað á loftinu einu saman, sem er það sem þeir ættu að þekkja best sem eru að framleiða eitthvað sem ekki er þörf fyrir á markaði og gildir þá einu hvort um er að ræða stjórnmálaafl eða eitthvað áþreifanlegra.

Ekki verður farið frekar út í að skýra grein varaþingmannsins en áhugasamir geta reynt að lesa sér til skilnings í Bændablaðinu sem kom út þann 15. desember 2022, greinin er á blaðsíðu 89.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...