Séð frá hliðarlínunni

 

2023-01-02 (2)Werner Ívan Rasmusson spyr spurninga í aðsendri grein í Morgunblaðinu.

Spurninga sem ekki virðist mega spyrja, sé tekið mið af ríkjandi umræðustraumi eða múgæsingu sem ríkir um málið.

Spurningarnar eru vel þess virði að þær komi fram, séu hugleiddar og metnar.

1) ,,Fróðlegt væri að vita hvers vegna þeir [Rússar] létu til skar­ar skríða ein­mitt núna. Fannst þeim að sér þrengt eða var það valdafíkn sem réð ferðinni?"

Eftir af hafa fjallað um hörmungarnar sem nú dynja yfir Úkraínu kemur síðan önnur spurning.

2) ,,Að auki eru svo all­ar þær hörm­ung­ar sem fólk hef­ur þurft að búa við í níu mánuði, og hvað með alla flótta­menn­ina sem neyðst hafa til að flýja heim­ili sín og búa hér og þar við ör­ygg­is­leysi og óvissu?"

Og síðan sú þriðja.

 

3) ,,Stuðning­ur ríkja Evr­ópu og Banda­ríkj­anna hef­ur verið fólg­inn í dráp­stól­um af full­komn­ustu gerð, sem hafa leitt til auk­inn­ar hörku af hálfu Rússa og til enn frek­ari eyðilegg­ing­ar á lífs­nauðsyn­leg­um innviðum. Eig­um við að trúa því að vest­ræn­ir stjórn­mála- og hernaðarsér­fræðing­ar hafi ekki átt að sjá þetta fyr­ir?"

Fjórða.

 

4) ,,Ein spurn­ing hlýt­ur að brenna á vör­um manna og hún er: Hvaða hags­mun­ir eru svo þýðing­ar­mikl­ir að ESB og BNA skuli þora að velja jafn áhættu­sama aðgerð og að styðja op­in­ber­lega ann­an stríðsaðilann með vopna­send­ing­um í miðri orra­hríðinni?"

Og fimmta.

 

5) ,,Hrópið heyr­ist, líka frá ut­an­rík­is­ráðherra Íslands: „Úkraína verður að vinna stríðið.“ Hvernig sig­ur verður það?"

Sjötta.

6) ,,innviðir í sam­göng­um og orku­mál­um stór­skemmd­ir og gíf­ur­legt mann­fall her­manna og óbreyttra borg­ara. Var í al­vöru ekki hægt að leysa deil­una á ann­an hátt, eða var ekki vilji til þess vegna dul­inna hags­muna?"

Og sjöunda.

7) ,,Og eins og ávallt eru það þeir sak­lausu sem líða fyr­ir þá seku. Er ekki mál að linni og ríki Evr­ópu reyni í al­vöru að stöðva mann­dráp­in, því á end­an­um tapa all­ir. Eitt vek­ur þó sér­staka at­hygli og það er að eng­in nátt­úru­vernd­ar­sam­tök hafa haft uppi mót­mæli gegn stríðinu í Úkraínu þrátt fyr­ir að því fylgi óheyri­leg meng­un á öll­um sviðum. Nefna má smíði her­gagna, sem krefst vinnslu og flutn­ings hrá­efna með óvist­vænni orku og fram­leiðslu, flutn­ing her­tóla um lang­ar leiðir á milli landa og síðan orku­notk­un tækj­anna í orr­ust­um. Hús og önn­ur mann­virki sprengd í loft upp, eitt­hvað meng­ar það. Og svo kem­ur upp­bygg­ing­in sem meng­ar líka. Er ekki komið mál að linni og ráðandi menn slíðri vopn­in?"

Allt eru þetta góðar og gildar spurningar, en í þeirri múgæsingu sem ríkir er frekar hæpið að menn vilji svo mikið sem hugleiða svörin við þeim.

Ofbeldið sem ríkt hefur í Donbass undanfarin ár, hefur ótrúlega lítið verið rætt og ofbeldið sem nú ríkir þar og í Úkraínu má ekki ræða nema frá einni hlið.

Það verður aldrei frjó umræða.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...