Ávinningur fyrir alla, ef dæmið gengur upp


 Það hafa komið fram hugmyndir um að nýta sandinn sem í sífellu berst í Landeyjahöfn á þann hátt að dæla honum þar upp og flytja til Þorlákshafnar og nýta til þarfrar framleiðslu í stað þess að dæla honum upp og henda jafnharðan í hafið.

2023-02-11 (4)Hugmyndin hefur fengið jákvæðar undirtektir og einnig hefur verið hugað að því, að hið sama megi gera varðandi fyrirhugaða uppdælingu í grennd við Hjörleifshöfða.

Verði farin þessi leið verður ekki þörf á að efnið verði flutt landleiðina, en yrði sú leið farin, þyrfti að styrkja og jafnvel breyta verulega vegakerfinu á milli Víkur og Þorlákshafnar. 

Hugmyndir hafa líka komið fram um að lögð yrði járnbraut á milli, til að leysa málið. Augljóst er, að hagkvæmara er að fara þá leið að nýta efnið sem í sífellu berst í Landeyjahöfn á þann hátt að sigla með það til Þorlákshafnar og að þar sé síðan unnin úr sandinum afurð til útflutnings.

Verði niðurstaðan sú að hagkvæmt teljist að fara þessa leið, má gera ráð fyrir að umsvif aukist enn í Þorlákshöfn, en þar hefur verið mikill vöxtur síðustu árin.

Margir hafa séð fyrir sér höfnina sem vænlegan kost og reyndar þann eina á suðurströndinni og ef til vill var það Egill Thorarensen sem fyrstur leiddi hugann að því að þar gætu legið tækifæri  til framtíðarlausnar í hafnarmálum á Suðurlandi.

Vonandi fær málið jákvæða afgreiðslu og einnig að hægt verði að uppfylla þær kröfur sem koma fram varðandi þessa starfsemi, því hér er um mál að ræða, sem getur orðið á margan hátt til framfara og atvinnusköpunar.

Verði niðurstaðan sú sem vonir standa til, þá nýtist sandburðurinn í Landeyjahöfn á jákvæðan hátt. Auk þess sem lausn gæti fundist í leiðinni á þeim vanda sem fylgir vinnslu jarðefna í grennd við Hjörleifshöfða og að sagan endalausa varðandi sanddælinguna í Landeyjahöfn, yrði orðin hið þarfasta mál og ávinningur fyrir alla. 

Myndin er af frétt Morgunblaðsins

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...