Svarið við spurningunni hér að ofan er að við vitum harla lítið og þó ýmislegt sé sagt, þá vitum við enn minna eftir að hafa hlustað á það.
Eins og margoft hefur verið sagt og komið víða fram, þá hafa menn fram til þessa litið á hugmyndir um mögulegar heimsóknir frá öðrum hnöttum sem ævintýri til að hafa gaman af.
,,Vinum" vorum vestan hafs er ekki skemmt og líta á heimsóknir frá öðrum hnöttum sem ógn sem bregðast verði við af fullum þunga og þá beita menn þeim brögðum sem þeir kunna best og senda tortímingartól á loft til að tortíma því sem þeir óttast.
Að því loknu er leitað með logandi ljósi að því sem fallið hefur til jarðar og ef ekkert finnst þá er það skuggalegast af öllu skuggalegu.
Og allt er þetta einhvernvegin og alla vega: sumt er hnöttótt, annað sívalt og það þriðja átthyrnt og með dularfulla þræði lafandi í allar áttir út úr sér.
Það síðastnefnda er sem verið sé að lýsa risavöxnu skordýri með þreifara sína í allar áttir!
Höfundar Tom Swift og X-Files hefðu ekki getað logið þessu upp!
Það skrýtna er, að engar spurnir hafa borist um að fyrirbærin sjáist utan N- Ameríku, en það stendur trúlega til bóta.
Lítum til himins!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli