FFH, greiðslufall(?), trúfrelsi og íslenskur bisness

 Í fagtímariti getum við lesið um að kynbætur og ræktun alifuglastofns í Rússlandi lofi góðu. Áður hafa fleiri jákvæðar fréttir borist með sama miðli frá því ágæta landi.

Ýmislegt fleira er fréttnæmt og til dæmis má lesa í WSJ að huga þurfi að rekstri ríkissjóðs Bandaríkjanna, því ella geti illa farið og jafnvel komi til sjóðþurrðar. Greiðslufallsdagur er ekki nákvæmlega vitaður en eigi að síður framundan, ef fram heldur sem horfir.

 Rétt að að taka fram að þetta hefur ekkert með FFH að gera, heldur plúsa og mínusa sem þarf  að vinna úr eins og við flest þekkjum, þó í talsvert smærrri stíl sé.

Sagan endalausa um fljúgandi furðuhluti þeirra Bandaríkjamanna er til að ergja óstöðugan en þó má sjá á því hugarstreymi áhugavert sjónarhorn á zerohedge.com en þar segir í inngangi að um fjögur tilfelli sé að ræða þar sem herþotur hafi verið kallaðar út til að skjóta niður loftbelgi sem rak undan veðrum vindi og þar á meðal einn sem rekið hafði yfir Kanada.

Áhugi Bandaríkjamanna á slíkum flygildum hefur verið þekktur um nokkurra ára bil og draumur þeirra er að rekast á verur frá öðrum heimi og þá væntanlega handan sólkerfis okkar, því ekki er svo að sjá sem lífvænlegt sé á nema einum hnetti í því og ættu menn að hafa það sér í huga þegar daðrað er við kjarnorkueldinn.

Um það sama er fjallað í WSJ og vitnað í Donald nokkurn Rumsfield sem á að hafa sagt á þá leið, að fréttir af því sem ekki hefur gerst, hafi alltaf vakið áhuga hans! Hvort Donald hafur líka áhuga á því sem ekki er til og hefur aldrei sést er einnig trúlegt, vegna þess að maðurinn er a.m.k. dálítið grínaktugur.

Fréttir berast af trúarofsóknum í Úkraínu og bætist það við langan lista af allskyns undarlegheitum þarlendra stjórnvalda og við bætist frétt af því hvernig prestur sem er ásakaður um að hafa þjónað rússneskur hermönnum er vegna þess voðaverks: dæmdur í 12 ára fangelsi

Þar segir einnig að úkraínskum yfirvöldum hafi verið falið að semja lög að undirlagi Zelensky úkraínuforseta, sem banni rússneskar kirkjur og við vitum að hann er bæði réttsýnn og rogginn, líkt og íslenski utanríkisráðherrann, þegar hann tilkynnir um hundraða milljóna framlög íslenska ríkisins til stríðsrekstrarins austur þar. 

Hún er svo sem ekki ein í félagsskapnum, því svo er að sjá sem alþingi hafi verið nokkuð sammála aldrei þessu vant, þegar það ákvað að heimila innflutning til landsins á úkraínskum landbúnaðarvörum sem ekki þurfa að standast íslenskar gæðakröfur. Rökin voru þau, að Úkraína væri svo ógnarlangt í burtu að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því að innflutningur þaðan væri gerlegur!

Þær fást nú samt í íslenskum matvöruverslunum, innpakkaðar í íslenskar umbúðir og merktar íslensku fyrirtæki, sem virðist sjá gróðamöguleika í að selja hvað sem er, hverjum sem er.   


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...