Vafasamt kjöt flutt til landsins

Fyrir viku rakst undirritaður á frétt um innflutning á landbúnaðarvörum til Evrópusambandsins og 

2023-02-10 (6)í  ljós kemur að mest er flutt inn frá Úkraínu og Brasilíu.

Skoðað var hver afstaða þingliðsins okkar hefði verið og niðurstaðan var, að það hefði  komist að því, eftir að hafa litið á landakortið, að Úkraína væri svo óralangt frá Íslandi að ólíklegt væri að flutt yrði þaðan inn til Íslands landbúnaðarvara, a.m.k. kjötvara.

Eftir nánari athugun kemur í ljós að Brasilía, sem einnig er nefnd til sögunnar svo sem sjá má á myndinni hér til hliðar, er í Suður- Ameríku og að vandræðalaust er að flytja þaðan vörur til Íslands. 

Þingmennirnir okkar hafa trúlega ekki vitað um það og það sem ekki er vitað það er ekki! 

Frá Brasilíu dróst innflutningurinn saman um 17%, en jókst um 25% frá Úkraínu og tökum eftir því, að þetta gerist þrátt fyrir að Úkraína sé svona óralangt í burtu, að mati þingmannanna.

Vitað er að Úkraína er á Jörðinni og í Evrópu, en ekki á einhverjum fjarlægum hnetti og að kindakjöt hefur verið flutt til Íslands frá Nýja Sjálandi svo dæmi sé tekið vandræðalítið. Yfirvöld hafa eitthvað reynt að þvælast þar fyrir, vegna ástar á íslensku sauðkindinni. Lítið kom út úr þeirri andstöðu, annað er það að einn fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins hefur eitt tíma sínum í að skoða  kjötið í frystikistum matvöruverslana og ekki fundist það nógu fallegt á litin.

Ástæðan mun hafa verið sú, að umbúðirnar voru í lit Framsóknarflokksins og svo merkilegt sem það er, þá þykir liturinn ekki við hæfi! Svo fór nú samt að sauðfjárbændur, eða öllu heldur sölufyrirtæki þeirra, völdu græna litinn á sitt íslenska kjöt, en það er önnur saga.

Ást Framsóknarmanna á sauðkindinni eykst ef eitthvað er þegar búið er að koma skepnunni í neysluhæft ástand eftir haustslátrun eins og kunnugt er og þáttagerðaramaður einn orðaði það á þann veg:

2023-02-11 (2)Að svo mikil væri þessi ást, að hún birtist í því að Framsóknarmenn hreinlega ætu elskuna sína að lokum og verður víst ekki gengið lengra í því efni!

En að öðru:

Samkvæmt því sem Karl G. Kristinsson segir á Facebook, (hér til hliðar) eru nær alónæmar bakteríur (fyrir sýklalyfjum) algengastar í Úkraínu og tíðni þessara baktería þar sem úkraínskir flóttamenn eru algengastir hefur aukist. Þá segir hann fjölónæma berkla vera vandamál í landinu og að vegna óhóflegrar notkunar á sýklalyfjum sé sé líklegt að ónæmi sé útbreitt hvað varðar bakteríur í matvælum í landinu.

Samkvæmt þessu ætti að fara varlega í að flytja inn þessi matvæli, enda þörfin engin og ef þörf myndi skapast vegna skorts á hérlendum markaði, eru  ýmsir betri kostir í boði.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...