FFH sem ekki er frá Íslandi

 Fram er kominn íslenskur sérfræðingur í fljúgandi furðuhlutum og að sjálfsögðu er hann staðsettur í Bandaríkjunum þessa dagana og Fréttablaðið tekur við hann viðtal okkur til upplýsingar.

2023-02-15 (6)Gera má ráð fyrir að bandarískir belgjafræðingar taki aðstoðinni fagnandi, því ekki mun af veita, að fá aðstoð við að ræða um og kyngreina svifdrekana sem yfir þá streyma sem farfuglar á vordegi.

Maðurinn hvetur til þess að íslensk stjórnvöld ,,skoði njósnabelgi á norðurhimni", en við minni spámenn reiknum með að ef til slíkra skoðunarferða kemur, þá verði að leita á náðir verjenda vorra til að takast á við ógnina!

Þeir þ.e. verjendurnir, eru reyndar ekki við sem stendur, en aldrei að vita nema að þeir fáist til að koma ef Veðurstofan sleppir eins og einum eða tveimur blöðrum upp í loftið.

Stjórnmálafræðiprófessorinn segir belgina ,,senda norður", en ekki niður[?], þ.e.a.s. ekki af upphaflegum sendendum svo vitað sé.

Í fréttinni segir að bandarísk yfirvöld hafi ,,staðfest" að um njósnabelg sé að ræða og þarf þá ekki frekar vitnanna við og hinn íslenski prófessor bendir á að belgsi hafi verið að fljúga yfir ,,hernaðarlega mikilvæg svæði".

Þar höfum við það og hinir bandarísku þurfa trúlega ekki frekar vitnanna við, þegar maður af víkingakyni og væntanlega afkomandi fyrstu vesturfaranna hefur tjáð sig um belgmálin.

Það hefur sko komið fram í ,,alþjóðlegum" fréttum að kínverskir ,,hafi ákveðið að auka njósnagetu sína", segir hinn íslenski og því hafi þeir stóraukið eftirlit með lofthelginni; ,,með hugsanlegum furðuhlutum í loftinu og kannski þess vegna fundu þeir þessa belgi. Kannski eru þeir bara nokkuð algengir, við bara vitum það ekki"!

Þannig er það og hefur lengst af verið að það sem við vitum ekki, það vitum við ekki!

Og til þess að fá það staðfest sendum við út af örkinni ,,sérfræðing að sunnan", eins og áður var sagt. 

Í þessu tilfelli kemur sérfræðingurinn að austan, en hverju breytir það? 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...