Flókið samfélag og skemmdarverkið mikla

 Kona sem eyðir að stórum hluta tíma sínum í föðurlandi sínu Tyrklandi, segir að það þurfi þekkingu í sögu ,,til að lesa flókið samfélag" og eflaust er það rétt.

2023-03-06 (3)Morgunblaðið hefur eftir henni:

,,„Kennslu í sögu þarf þó að taka í stóru samhengi. Tæpast verður fjallað um Úkraínustríðið án þess að nemendur þekki aðeins til kalda stríðsins og falls Sovétríkjanna. Innrásin í Úkraínu og orðræða valdhafa í Rússlandi er áminning um að kennsla í sögu og gagnrýninni hugsun skiptir máli.“"

Um þetta ættu flestir að geta verið sammála, en oftar en ekki er dæmt eftir tilfinningu og án þekkingar á aðstæðum og sögulegum staðreyndum.

Hvað er hvers og hvers er hvað, er stundum dálítið óljóst, eins og flestum mun vera orðið kunnugt eftir atburði undanfarinna mánaða og reyndar á annan tug ára, því átök og ófriður hefur verið á Donbas svæðinu um margra ára skeið.

Átökin hafa átt upptök sín í vestri, þ.e. frá Úkraínu og svo langt hefur verið gengið, að m.a. farþegaþota var eitt sinn skotin niður og allir sem í henni voru fórust.

Hvers vegna farþegaflugvél var látin fljúga yfir átakasvæði er enn óútskýrt, en Rússum hefur verið kennt um að vélinni var grandað, vegna þess að þeir útveguðu loftvarnarbúnaðinn sem notaður var til þessa óhappaverks. 

Náttúruleg landamæri eru fremur óskýr á svæðinu, hvort sem miðað er við landið eða sögulegar staðreyndir og geta sem best farið eftir því hver og ekki síður hvernig, litið er á málið.

Fyrir nokkrum áratugum voru til Sovétríkin, samsteypa undir einum hatti og einum stjórnmálaflokki en það breyttist og við tók Rússland og hvar það land byrjar og hvar það endar í landfræðilegu tilliti, hefur verið breytilegt í aldanna rás.

Á því ástandi sem nú er uppi milli Rússlands og Úkraínu þarf að finna lausn og efalítið er heppilegast að finna hana með samkomulagi sem gert yrði á milli þjóðanna og að samkomulagið yrði gert t.d. með milligöngu Sameinuðu þjóðanna.

2023-03-08 (2)Er þessi pistill var í ritun bárust um það fréttir að gasleiðslurnar miklu, Nord Stream 1&2, sem sprengdar voru skammt undan Borgundarhólmi, hefðu verið sprengdar af úkraínskum aðilum

Og finnst þá eflaust mörgum Evrópubúanum nærri sér höggið eftir að hafa mátt dúsa í kulda og trekki með létt eða tómt veski og horfandi á ráðamenn þjóða sinna, ausa úr almannasjóðum fjármunum til stríðsrekstrar Zelensky stjórnarinnar í Úkraínu.

2023-03-08 (3)Á íslenska Rúvinu er því slegið upp, að Úkraínar ,,þvertaki fyrir aðild" að skemmdarverkinu á gasleiðslunum.

Neitun þeirra kemur ekki á óvart, enda fremur óheppilegt fyrir þá að það spyrjist út, að þeir hafi þakkað evrópskum almenningi og stjórnvöldum fyrir stuðninginn, með því að valda þeim tjóni af þessu tagi.

Tjóni sem ásamt öðrum fjáraustri í stríðsreksturinn hefur valdið vesturevrópskum almenningi umtalsverðum búsifjum.

Efsta myndin er af vef Morgunblaðsins, en hinar af vef RÚV.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...