Það eru blikur á lofti í íslenskri matvælaframleiðslu og svo er að sjá sem ætlun Alþingis sé að leggja hana alfarið af og það sem allra fyrst.
Þingmenn gripu tækifærið þegar átökin á milli Úkraínu og Rússlands komust á hærra stig og ákváðu að kippa svo sem unnt væri, grundvelli undan íslenskri matvælaframleiðslu.
Það sérkennilega við þá ákvörðun var, að engu máli skiptir lengur hvernig staðið er að framleiðslu afurðanna, að minnstakosti ef þær eru frá Úkraínu.
Reikna má með því að þar verði ekki staðar numið og að heimilt verði að flytja inn, í framhaldi af þessari ákvörðun, allt hvað heita hefur og án kvaða af nokkru tagi.
Ísland getur þá orðið kjörmarkaður fyrir erlenda framleiðslu sem engar kröfur stenst og engar kröfur eru gerðar um hvernig er framleidd.
Af þessu mun leiða mikla breytingu m.a. á vinnumarkaði þar sem losna mun um talsvert af vinnuafli sem bundið hefur verið í matvælaframleiðslu fyrir þjóðina, en losnar nú til annarra starfa ef einhver finnast.
Áríðandi er að eyjan okkar verði í traustu sambandi varðandi flutninga á matvælum til landsins í framtíðinni og enn betur en nú er, því ekki er gott ef hinar margumtöluðu ,,aðfangakeðjur" rofna!
Hvort til stendur að leggja af sjávarútveginn líka er ekki vitað, en mögulega verður hugað að því að koma iðnaðinum fyrir róða.
Hvernig það verður framkvæmt er ekki ljóst, en hvað sem þessu líður, getum við öll glaðst yfir því að eiga framsýnt og hugsandi fólk á Alþingi.
Fólk sem gætir hagsmuna þjóðar sinnar á hverju sem gengur og er vakið og sofið í því að nota sér þekkingu sína til lestri pappíra ýmiskonar, því aldrei er gert of mikið af því.
Þegar svona verður komið þarf ekki að hafa áhyggjur af leyfisveitingum til framkvæmda í landbúnaði og jafnvel ekki í öðrum starfsgreinum.
Hvað fólki verður fundið til að dundurs sem fengist hefur við þessi störf sem þannig verða með öllu óþörf er ekki gott að segja en framtíðin mun leiða í ljós hver þau verða.
Vafasamt er að allir geti fengið vinnu hjá ,,hinu opinbera" við blíantanag - sem reyndar er aflagt og því ekki í boði -, en ljóst má verða að finna verður eitthvað.
Möguleiki gæti verið að finna fólki störf við að semja, stimpla og votta pappírar af ýmsasta tagi; votta allt sem þarf að votta og sjá til þess að allt sé í besta lagi, hvarvetna og allsstaðar.
---
Við sjáum að málin hafa verið rædd af þeim sem bera hag landbúnaðarins fyrir brjósti og þar líst mönnum ekki sérlega vel á blikuna sem framundan er.
Höfundur Staksteina í Morgunblaðinu hefur séð ástæðu til að fjalla um málið.
Orð eru til alls fyrst en hvort þau duga þegar til stendur að kollvarpa þeirri samfélagsgerð sem flestar þjóðir búa við og koma upp nýrri, er ekki gott segja og reyndar frekar ótrúlegt.
Opnað hefur verið fyrir tollfrjálsan innflutning frá Úkraínu og nær öruggt er að það er aðeins fyrsta skrefið , því í framhaldinu, það er að segja ef málin verða tekin í áföngum, verður opnað á tollfrjálsan innflutning frá öllum þeim þjóðum sem sæta hernaðarógn af einhverju tagi.
Og mun þá vænkast hagur innflytjenda, svo sannast mun hið fornkveðna: að fátt er svo með öllu illt að ekki boði eitthvað gott!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli