Hætta á heimsstyrjöld?

 Svo virðist sem hernaðarógnin vofi yfir heiminum. Stríð er milli Rússlands og Úkraínu, stríð sem hefur verið viðvarandi árum saman en hefur færst á hærra og hættulegra stig síðasta árið.

2023-03-03 (3)Sú styrjöld hefur þróast í að vera stríð milli Rússlands og NATO og þar hefur nær engu verið hlíft, innviðir brotnir niður og mannfórnir ægilegar.

Báðir stríðsaðilar beita fyrir sig verktökum (málaliðum) í hernaðinum og er það svo sem ekkert nýtt, að svo sé gert. Velta má því fyrir sér hvort sé betra, að í bardögunum berjist þeir sem áhuga hafa á að berjast án tillits til málstaðar þess sem barist er fyrir, eða þeir sem berjast fyrir þjóð sína og föðurland, sem í tilfelli Rússlands gæti verið móðurland?

Hugmyndin er mörgum sjálfsagt framandi, en ef hugsað er til baka þá sést að hún er alls ekki ný af nálinni. Margir muna sjálfsagt eftir útlendingahersveitinni frönsku og dæmin eru fleiri.

Líka má gera ráð fyrir að hermenn þjóða sem sendir hafa verið heimsenda á milli, hafi ekki alltaf verið uppblásnir af trú á málstaðinn sem þeir voru settir í að berjast fyrir, ef sá málstaður var þá nokkur annað en misskilinn metnaður stjórnmálafígúra.

Við sjáum að ,,hugur" er í bandarískum pólitíkusum og blásið er í herlúðra og nú er það Kína sem takast skal á við. 

Sjálfsagt finnst hinum gömlu heimsvaldasinnum sem fjarað hafi undan ástríðunni undanfarin ár og nú er stefnt á að bæta þar úr. 

Skotnir hafa verið niður villuráfandi veðurhnettir af miklum móð og gera má ráð fyrir að jafnvel núverandi stjórnvöldum Bandaríkjanna finnist dálítið lítilfjörlegt að standa í slíkum hallærishernaði og nú er hugsað hærra.

Markmiðið er að þjarma að Kína með herafla Bandaríkjanna en ekki með ,,verktökufyrirkomulagi" líkt og í stríðinu um austurhéruð Úkraínu, ef þá má kalla þau það, því áhöld eru um hvort þau eigi að teljast til Úkraínu eða Rússlands og um það hefur verið deilt árum saman.

Hvernig hin endurvakta heimsvaldastefna Bandaríkjanna mun þróast á næstu vikum, mánuðum og árum sjá ekki aðrir en þeir sem hafa spádómsgáfu.

Að ellismellir af því tagi sem þar eru nú við völd og sækjast eftir völdum, ekki má gleyma því, yrðu svo blóðþyrstir og tortímingarglaðir sem raun ber vitni um, hefði sá glópur sem þetta ritar seint átt von á! 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...