Þegar að það hentar mér!

 

Frétt Bændablaðsins greinir frá því að ,,Innflutningur á kjúklingakjöti í febrúar hafi numið tæpum 130 tonnum. Tæp fjórtán tonn komu frá Úkraínu". Og af því sjáum við að innflutningur frá Úkraínu er rúmlega tíundi hluti þess sem inn er flutt í þeim mánuði.

Verslunin segist styðja Úkraínu, sé að marka fyrirsögnina á grein framkvæmdastjóra Samtaka verslunar og þjónustu, sem birtist í Morgunblaðinu. Þaðan er tollfrjálst að flytja inn kjúklinga og fleira, en af einhverjum ástæðum virðist sem verslunin hafi ekki mikinn áhuga á að nýta sér tollfrelsið þegar á herðir, eða a.m.k. ekki hvað varðar kjúklinga. Hver er ástæðan fyrir því að hinir góðviljuðu innflytjendur nýta sér ekki tækifærið sem alþingi bauð upp á og rétti fram færandi hönd, vinum sínum, íslenskri verslun og Úkraínu Zelenskís til bjargar?

Fulltrúinn segir í grein sinni.

,,Kjúk­ling­ur frá Úkraínu hef­ur t.d. verið eft­ir­sótt vara í versl­un­um að und­an­förnu. Það mun þó vænt­an­lega ekki skipta sköp­um um þróun stríðsástands­ins þar í landi hvort ís­lensk­ir neyt­end­ur haldi áfram að kaupa úkraínsk­an kjúk­ling. Íslensk­ir stjórn­mála­menn standa hins veg­ar frammi fyr­ir ákvörðum um hvort þeir ætli að fylgja for­dæmi annarra Evr­ópu­ríkja og samþykkja áfram­hald­andi toll­fríðindi til handa Úkraínu. Þá þurfa þeir t.d. að gera upp við sig hvort þeir hafi meiri samúð með hinu stríðsþjáða landi eða fram­leiðend­um kjúk­linga­kjöts á Íslandi. Fyr­ir flesta ætti það hags­muna­mat að vera auðvelt."

Við höfum ekki skjalfest svar við því hvers vegna gjöf sem færð var, var ekki þegin af meiri ákafa en svo, að varla tók því að flytja fenginn inn. Alþingi rétti fram færandi hönd og þeginn var einn lítill moli! Hvers vegna var það?

Þjóð veit þá tveir vita og í þessu tilfelli kom á daginn, að úkraínsku kjúklingarnir voru ekki úkraínskir nema að nafninu til; voru hollenskir þegar betur var að gáð, en framleiddir í Úkraínu af hollensku stórfyrirtæki, af því að þar er svo gott að vera með rekstur, eða þannig. 

Niðurstaða þessara hugleiðinga er þá sú, að yfirskrift greinarinnar um að verslunin styðji Úkraínu er fyrirsláttur og að ,,verslunin" sem slík styður ekki Úkraínu nema að nafninu til og að hér gildir nú sem svo oft áður: 

Þegar að það hentar mér!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...