Ríkið og sveitarfélög vilja virkja ef...

 Ríkið vill virkja


Ríkisvaldið vill virkja þjóðinni til hagsbóta, en furðuleg lög aftan úr fortíðinni mismuna sveitarfélögunum og nú er svo komið að menn eru búnir að fá nóg.

Í frétt Ríkisútvarpsins segir: Sveitarfélög ósátt við orkutekjur og geta tafið virkjanir í 13 ár - RÚV.is (ruv.is) og með því að virkja tengilinn, er hægt að lesa sér til um hvernig málin hafa gengið fyrir sig til þessa.

Reglan mun vera sú að innheimt eru fasteignagjöld af stöðvarhúsunum en ekki af öðrum mannvirkjum s.s. stíflum og ef rétt er það sem ritari hefur frétt, þá er það svo að stöðvarhúsin hafa raðast svo dæmi sé tekið, austan Þjórsár, en stíflumannvirkin vestan og þá sér hver maður hvernig skiptingin til skattlagningar er.

Og til mun vera sveitahreppur sem ekki þarf að hafa áhyggjur af rekstri sínum nema síður sé vegna þessa fyrirkomulags.

Í frétt Ríkisútvarpsins segir: 

,,Haraldur [oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps] segir að ríkið hafi afnumið allar undanþágur á sköttum orkufyrirtækja til ríkisins en eftir standi undanþága frá fasteignagjöldum til sveitarfélaga. Sum sveitarfélög í Samtökum orkusveitarfélaga, sérstaklega þau sem eru með helstu virkjanakosti fram undan, hafi því ákveðið að staldra við í skipulagsmálum.

Orkuvinnsla í núverandi kerfi þjóni ekki hagsmunum íbúanna. Hvammsvirkjun er komin á skipulag en Ásahreppur og Húnabyggð hafa staldrað við í skipulagi á Búrfellslundi, Blöndulundi og aflaukningu virkjana í efri hluta Þjórsár.

Samkvæmt lögum eru sveitarfélög þó skyldug til að setja virkjanir í nýtingarflokki á skipulag.

„En við höfum samt þennan möguleika á að óska [eftir] því að fresta þeirri gildistöku um allt að 13 ár. Þannig að við stöndum í raun og veru í dag í þeim sporum að það er eina úrræðið sem við höfum er að segja: Heyrðu þetta er ósanngjarnt. Það verður að laga þessar leikreglur svo við getum tekið átt í þessum orkuskiptum sem eru fram undan,“ segir Haraldur."

Það er því augljóst að alþingismenn þurfa að girða sig í brók og breyta lögum, eigi að vera hægt að virkja fallvötnin þjóðinni til hagsbóta, en það gerist ekki vandræðalaust sé tekið mið af hvernig gengið hefur fram til þessa að afgreiða þörf og nauðsynleg mál á hinu háa alþingi.

Og fyrir liggur, hverjir það eru í þingliðinu sem fagna öllu sem tafið getur fyrir virkjanagerð til orkuöflunar. Það skrýtna er, að það er oft á tíðum sama fólkið og það sem vill auka raforkunotkun. 

Hvernig það fer saman að auka bæði og draga úr raforkunotkun, kann að vera kennt í einhverjum dularfullum afkima háskólakerfisins, en hitt er þó líklegra að um áunnið vandamál sé að ræða.



Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...