Bull, ergelsi og firra

 Þó greinin sem hér er vísað til, sé skrifuð inn í bandarískan veruleika, þá getur hún átt við víðar.

Spilling, firra, rökleysi og fleira er víðar en þar.

Við erum t.d. nýbúin að fylgjast með ruglumbullfundinum í Hörpu, sem var lítið meira en auglýsing fyrir pólitíkusa. Auglýsing sem virðist ekki hafa virkað nema fyrir innlenda pólitíkusa, ef hún var þá ekki bara neikvæð.2023-05-20

Kostaði talsvert á þriðja milljarð íslenskra króna fyrir íslenska þjóð. Auk þess sem flandrið til Íslands hefur kostað þær þjóðir sem þátt tóku í sýningunni talsverða peninga.

Það lendir á skattgreiðendum landanna sem hingað sendu fulltrúa, en það sem  sem eftir liggur, er ekki til að troða upp í nös á ketti eins og ágætir menn hafa bent á, en með öðru og penna orðalagi.

Ekki er þó svo að allt sé slæmt við að samkoman var haldin, því við vorum vakin til umhugsunar um nokkur atriði, eins og: hvers virði eru fjármunir þjóðarinnar í augum núverandi stjórnvalda?

Hvað segir Alþingi? Er góð samstaða þar um hátternið?

Vel getur verið að múgsefjunin sé svo mikil að þar þori málsmetandi menn ekki að æmta af ótta við að verða úthrópaðir og taldir óalandi og óferjandi.

Við bíðum bara hinsvegar eftir næsta skandal, vitandi sem er, að hann kemur fyrr en seinna.

það væri trúlega algjört óraunsæi að ætlast til þess að lært verði af mistökunum.

Myndin sem hér fylgir með er úr ritinu sem vísað er til í tenglinum. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...