Áburður, timbur og fróðleikur

 

Áburður er nauðsynlegur til matvælaframleiðslu og eykur fæðuöryggi. Skógur er auðlind og gefur af sér timbur og vinnslu á því. Þá er einnig afar gott að hafa fróðan og upplýsandi framkvæmdastjóra hjá Bændasamtökunum.



Vigdís Häsler framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir m.a. í grein sem hún skrifaði í Morgunblaðið:

,, Mat­væla­ör­yggi merk­ir að mat­væli séu ör­ugg til neyslu. Mat­ur er meðhöndlaður, mat­reidd­ur og geymd­ur þannig að hætta á mat­ar­sjúk­dóm­um sé í lág­marki. Mat­væli eru var­in fyr­ir sýk­ing­ar­völd­um og efna­sam­bönd­um sem valdið geta neyt­end­um heilsutjóni.

Mat­væla­ör­yggi er þannig mik­il­væg­ur liður í fæðuör­yggi og snert­ir alla þótt marg­ir líti á það sem sjálf­sagðan hlut að geta neytt mat­ar og drykkj­ar sem við hljót­um ekki skaða af.“ 

Þetta mættu þeir að hafa í huga sem sjá framtíðina helst fólgna í því, að flytja inn matvörur, hvernig og hvaðan  sem þær koma og láta sig engu skipta hvernig þær eru framleiddar og hvort sem þær eru hollar eða heilnæmar. 

Reyndar er það svo, að gera má ráð fyrir, að þeim mun hollari og heilnæmari sem matvaran sé og þar með dýrari, að þá sé áhuginn á að flytja hana inn til landsins jafnvel minni, einkum af þeim sem nú um stundir berja sér á brjóst og vilja flytja inn kjöt frá ófriðarsvæðum. Kjötvöru sem fram til þessa hefur ekki þótt sérlega eftirsóknarverð af þeim sem þekkja til framleiðsluhátta í landinu sem hún er framleidd í.

Vigdís segir ýmislegt í grein sinni sem vert er að kynna sér og er rétt að hvetja til þess að greinin sé lesin af gaumgæfni.

_ _ _

Auðlindin í Heiðmörk sem hér er tekin með er ekki ætluð til neyslu, en hún er verðmæti og getur orðið að smíðaviði. Í greininni sem um það fjallar segir, svo dæmi sé tekið:

„Nytjar af skógunum hér aukast með hverju árinu. Þetta eru auðlindir sem munar mjög um. Grisjun eflir svo vöxt þeirra trjáa sem eftir standa að verulega munar um með tilliti til kolefnisbindingar.“

_ _ _

Þriðja greini sem hér er minnt á, er um áburð sem hluta af fæðuöryggi þjóðarinnar og muna má, að áður fyrr var starfandi áburðarverksmiðja í Gufunesi og sá sem þetta párar á lyklaborð, var fyrr á ævi sinni vélstjóri á flutningaskipi (Mælifelli) sem sótti áburð og áburðarefni til Sikileyjar sem síðan var skipað þar upp.

Áburður er nauðsynjavara í landbúnaði og gott væri, ef þó ekki nema köfnunarefnið væri unnið innanlands, því það myndi auka við fæðuöryggið og nýta innlenda orku til góðra hluta í stað þess að flytja áburðinn allan inn fullunninn.

Við höfum ekki borið gæfu til að reisa að nýju áburðarverksmiðju í stað þeirrar sem eitt sinn var í Gufunesi og sem var lögð niður fyrir nokkrum árum. Vonandi verður sem fyrst bætt úr því, en vissulega .þarf að vanda til við staðarval fyrir slíka starfsemi.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...