Framhald:

Þar kemur reyndar dálítið babb í bát hugmyndafræðinnar, því sá fiskur kemur úr sjó, en þeir láta sig bara hafa það, auk þess hafa þeir tekið eftir því að egg eru notuð við bakstur, en líklega hefur það byrjað með því að hlaðhænsnin verptu eggjum sem eitthvað þurfti að gera við og eins og við mátti búast fundu konurnar ráð við því. Og hrossum þykir þeim gaman að eins og fólki allra flokka. 

Samfylkingin hefur verið að leita að fjörunni sinni og á endanum tókst það með nýjum formanni sem hefur vit á peningum og ýmsu fleiru. Takist vel til með framhaldið, gæti orðið eitthvað úr flokknum, sveigt hafði af leið heilbrigðrar skynsemi. Sem stendur er flokkurinn dálítið á reiki eins og heyrðist, þegar þingmaður tjáði sig um afturhvarf til fortíðar sem átti sér stað varðandi Hvammsvirkjun 

Hvort sú ágæta þingkona sem þar tjáði sig um orkuþörf þjóðarinnar gerði það á þann hátt sem hún gerði, með fulltingi formanns og forystu flokksins verður að koma í ljós. Formaðurinn heitir Kristrún en sú sem Ríkisútvarpið ræddi við Þórunn, svo augljóst má vera að ekki var um sömu konuna að ræða.  

Auk þess sem heilbrigð skynsemi segir okkur að fleira fólk og aukinn atvinnurekstur, að ógleymdum rafmagnsbílunum sem öllu eiga að bjarga, þarfnast rafmagns sem með einhverjum hætti verður að framleiða og flytja til notenda. 

Þingkonan boðaði kertaljós og klæðin rauð og þó ljós geti verið rauð, sem henni líkar trúlega vel við, þá er erfitt að framfleyta sér á draumi sem gæti átt það til að breytast í martröð.  

Píratar eru utan sviðsins ef svo má segja, Flokkur fólksins er ekki flokkur fólksins og hvort fleiri flokkar eru á þingi hefur ritari ekki tekið eftir! 

 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...