Spilverkið, aðstoðin og lífið

 

Skjámynd 2023-07-30 071444Hér höfum við okkur til upplyftingar teikningu úr Heimildinni (sem er lengst til vinstri), en til frekari glaðnings höfum við líka tveggja síðna grein um hvernig staðið er að þróunaraðstoð.

Það er seðlabankastjórinn sem spilar á flautun að  því sem virðist og gera má ráð fyrir að hann sé að reynað að koma verðbólgupúkanum í skilning um að hans sé ekki óskað. 

Hvort spilverkið virkar eins og ætlað er vitum við ekki fyrr en á reynir, en reynslan kennir okkur að búast ekki við miklu.

Í greininni sem er til hliðar við þann sem spilar á flautuna er farið yfir hvernig þróunaraðstoðin kemur út í raun og niðurstaðan er að:

Fimmta hver króna sem varið er í aðstoðina verður eftir hjá okkur sjálfum og er talin með sem framlag þjóðarinnar til þróunaraðstoðar.

Það er með öðrum orðum nokkuð gott viðskiptamótel, að standa í þeim rekstri og ekki spillir fyrir að allt er það af góðmennsku gert til að hjálpa þeim sem bágstaddir eru.

Í vefmiðlinum DW sást í morgun að flóttamenn í Þýskalandi eru hafðir á góðum stöðum og bera sig vel, þó blaðamönnunum hafi greinilega litist mátulega vel á það sem þeir sáu, en allavega eru draugabæir við aflagðar kolanámur, skárri kostur til að búa við, en að eiga von á sprengju í skallann hvar sem verið er eða farið.

Sá sem lítið hefur sættir sig við að hafa dálítið meira, gerir ekki miklar kröfur og í þessu tilfelli, þakkar fyrir að fá að lifa.

Samkvæmt því sem fram kemur í grein blaðamanns Heimildarinnar er það nokkuð góður kostur að stunda aðstoð við bágstadda og samkvæmt hinum þýska miðli eru bágstaddir tilbúnir til að sætta sig við lítið, frekar en ekki neitt og ekki síst lífið frekar en dauðann.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...