Traustið farið?

 

Traustið?

Traustið er farið, hafi það verið, samkvæmt því sem segir í miðlinum Rödd Evrópu.

Hve traustur miðillinn er, þekkir undirritaður ekki, en því verður ekki neitað að ýmsar sagnir hafa borist af svipuðum toga.

Sjálfsagt er erfitt að standa í brúnni í því ástandi sem búið er að vera í Úkraínu og margt mun vera hægt að finna að, en hinu er ekki að neita að ýmislegt, sem spurst hefur út er ekki til að auka traustið.

Sagt er að það sé erfitt að afla sér trausts og jafnvel enn erfiðara að halda því þegar það hefur verið unnið. Zelensky gæti verið í þeim sporum hjá þjóð sinni, að hann þurfi að fara að hugsa sér til hreyfings og finna sér annað að gera.

Hann mun hafa verið góður sem skemmtikraftur og hafa gert það gott á því sviði, en ekki er víst að þegar traustið til hans er svo sem hér er lýst, að þá sé auðvelt að byrja aftur á því sem þá var.

Þar að auki er flest breytt og þjóðin búin að standa í styrjöld við nágrannan í austri, styrjöld sem búin er að kosta ótal mannslíf og valda miklum hörmungum hjá úkraínsku þjóðinni allri og bætist það við það ástand sem áður var á Donbas svæðinu.

Á því sem þar hefur verið að gerast undanfarinn áratug eða svo þyrfti að fara fram heiðarleg alþjóðleg rannsókn, svo upplýst verði almennilega hvað um var að vera.

Það sem þar gerðist er orsökin fyrir því ástandi sem nú er komið yfir stóran hluta heimsins; blaðran sprakk og úr henni allt segja krakkarnir, og þó það sé grín og glens, þá verður svo sannarlega ekki það sama sagt um eyðilegginguna og manndrápin sem þar áttu sér stað, að ógleymdum þeim hörmungum sem við höfum mátt fylgjast með undanfarið ár eða svo.

Sé Zelensky rúin trausti hjá þjóð sinni er mál til komið að nýr eða nýir menn (og konur eru líka menn svo það sé nú á hreinu!) taki við keflinu og leiði þjóð sína fram á veg.

Leiði hana veginn til friðar og framtíðar. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...