Upplifun og raunveruleiki

 Synd væri að segja, að ekki hafi verið eitt og annað í fréttum síðustu daga.

Skjámynd 2023-08-12 073127Einna efst stendur í huga þess sem þetta ritar, aðsend grein í Morgunblaðið eftir framkvæmdastjóra félaga fyrirtækja í sjávarútvegi, en í henni segir m.a.:

,,Við mynd­un þeirr­ar rík­is­stjórn­ar sem enn sit­ur þegar þetta er ritað var gerður sátt­máli líkt og hefðbundið er, þar sem meðal ann­ars var fjallað um áhersl­ur tengd­ar sjáv­ar­út­vegs­mál­um. Var þar um samið á meðal rík­is­stjórn­ar­flokk­anna þriggja, að meta skyldi þjóðhags­leg­an ávinn­ing fisk­veiðistjórn­un­ar­kerf­is­ins. Sér­stök nefnd skyldi í þess­um til­gangi skipuð og henni meðal ann­ars falið að bera sam­an stöðuna hér á landi og er­lend­is. Að svo búnu ætti að leggja fram til­lög­ur til að há­marka mögu­leika Íslend­inga til frek­ari ár­ang­urs og sam­fé­lags­legr­ar sátt­ar."

Pistilinn er, þegar grannt er lesið, nær samfelld ádrepa á framgöngu ríkisstjórnarinnar og þó sérstaklega þess ráðherra sem með málaflokkinn fer. 

Gefin voru fögur fyrirheit, en ekki verið unnið eftir þeim og greinarhöfundur segir m.a.:

,,[...]merki­legt [er] að lesa ný­lega grein mat­vælaráðherra, sem virðist líta svo á að það mik­il­væg­asta sé að „upp­lif­un“ al­menn­ings af grunn­atvinnu­vegi þjóðar­inn­ar sé betri. Í heilli grein um þess­ar bráðabirgðatil­lög­ur er hvergi talað um mikl­ar tekj­ur sem sjáv­ar­út­veg­ur hef­ur skapað ís­lensku þjóðinni og ís­lensk­um stjórn­völd­um í formi skatt­tekna, sem hafa lagt grunn að þeim lífs­gæðum sem við búum við. Það er eins og það skipti engu máli í hinni póli­tísku mynd. Óljós upp­lif­un virðist ein­fald­lega skipta meira máli en verðmæta­sköp­un og sá hag­ur sem vel rek­inn sjáv­ar­út­veg­ur fær­ir þjóðinni."

Best er að lesa pistilinn eins og hann birtist í Morgunblaðinu, en niðurstaða þess sem þetta ritar er, að ekki hafi verið staðið við þau fögru fyrirheit sem farið var fram með í stjórnarsáttmálanum, eða eins og segir í pistlinum, að meira sé lagt uppúr ,,upplifun" en verðmætasköpun. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...