Orkuskiptin, myndin og hljóðið

 Halldór Halldórsson skrifaði grein um orkumálin sem birtist í Morgunblaðinu 4. ágúst síðastliðinn og þar segir hann m.a.:

,,Ef við slepp­um hús­hit­un, [...], þá fram­leiðum við 60% annarr­ar orku með raf­orku­öfl­un en 40% flytj­um við inn í formi olíu. Sá inn­flutn­ing­ur kost­ar okk­ur 100 millj­arða á ári. Olí­an er notuð af bíl­um og stærri tækj­um 22%, skip­in nota 26% og flugið not­ar 52% (orku­skipti.is)." 

Og bætir síðan við: 

Skjámynd 2023-08-09 090640,,Það er auðvelt að ímynda sér að þegar ráðherr­ar og þing­menn rík­is­stjórn­ar­meiri­hlut­ans lesa þetta (sem þeim ber að gera reglu­lega) stress­ist þau veru­lega upp því það eru rétt 17 ár í að Ísland eigi að vera laust við ol­íu­notk­un. Ástæðan fyr­ir reglu­legu stresskasti er auðvitað sú að það er búið að byggja upp því­líkt skri­fræðis­kerfi á Íslandi varðandi orku­öfl­un að nán­ast von­laust er að virkja okk­ar um­hverf­i­s­vænu vatns­öfl en virkj­un þeirra er jú eina leiðin til að losna við alla þessa olíu eigi síðar en árið 2040fyrst þjóða. Hin ástæðan er sú að hluti póli­tískt kjör­inna full­trúa kær­ir sig ekk­ert um að nýta end­ur­nýj­an­lega ís­lenska orku­gjafa og fer að fabúl­era um að hægt sé að gera þetta ein­hvern veg­inn öðru­vísi án þess að út­skýra það eða rök­styðja með sann­fær­andi hætti."

Halldór heldur síðan áfram hugleiðingum sínum og segir að við þurfum að tala skýrt, því við séum að glíma við þversagnir, þar sem ríkisstjórnin ásamt sumum þingmönnum annarra flokka ,,tali um orkuskipti og græna orku, en hluti ríkisstjórnarinnar sé ekki spenntur fyrir því að virkja vatnsföllin til öflunar á hinni grænu orku".

Halldór minnir á hve langan tíma það taki að undirbúa virkjanir og nefnir töluna ,,10 ár" í því sambandi og bendir á þá ljósu staðreynd að það þarf að afla annarrar orku ef ætlunin er að hætta olíubrennslu.

Halldór minnir á að við eigum fjölmarga kosti til öflunar raforku og þó friða þurfi sum svæði, þá séu nægir virkjanakostir eftir og bendir á að við séum sem þjóð ,,góð í náttúruvernd".

Og niðurstaðan er:

,,að við fram­leiðum 20 tera­vatt­stund­ir af raf­magni á ári hér á Íslandi en til að gera stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar að veru­leika þarf að fram­leiða 16 tera­vatt­stund­ir til viðbót­ar ár­lega til að ná full­um orku­skipt­um. Næst­um jafn­mikið og við fram­leiðum í dag. Og við höf­um 17 ár til þess."

Ekki er víst að þessar tölur séu nákvæmlega réttar og vitanlega má deila um þær.

Þjóðinni fjölgar ört og ekkert lát virðist vera þar á og því gæti vel verið að afla þurfi meira en 16 teravattstunda til að uppfylla þörfina fyrir orku í komandi framtíð.

Það er erfitt að spá og sérstaklega erfitt að spá um framtíðina, en það breytir ekki því, að ekki fer saman hljóð og mynd hjá þeim sem telja sig vera verndara vatnsfalla, jarðhitasvæða og náttúrunnar.

Við verðum að átta okkur á því, að það verður ekki bæði sleppt og haldið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...