Flakkað um fréttir



 Það kennir margra grasa sé kíkt á fréttir liðinna daga.

Ekið var á kúahóp og nokkrar kýr drápust, vísindamenn hlutu styrki. Óli Björn hættir óvænt, aðsend grein birtist um jafnrétti og lýðræði, ekki er vitað um áform Títans(?), það lítur vel út með kornrækt á Suðurlandi og Evrópumót iðngreina fór fram í Póllandi svo nokkur dæmi séu tekin.

Hver stóra fréttin er, er ekki gott að segja, en sú jákvæða er, að kornræktin skuli vera að blessast og þá er það líka jákvætt að iðngreinar séu virtar svo sem vert er og haldið um þær mót.

Að ekið sé bifreið á hóp dýra, hver sem þau eru, er sorglegt, bæði vegna gripanna sem fyrir slysinu verða, en einnig vegna ökumannsins sem fyrir því varð að valda slíku slysi.

Og að haldið sé mót iðngreina er ánægjulegt og vel við hæfi að það sé gert í Póllandi, þar sem iðnaður hefur um langan tíma verið í hávegum hafður.

Um Títan vitum við lítið sem ekki neitt og víst væri gott að vita meira um það sem fleira, en einhvertíma var því haldið fram að það sem maður vissi ekki, skaðaði mann ekki!

Hvort það er alls kostar rétt er vissulega hægt að deila um, en stóra fréttin er að Óli Björn skuli vera að hætta og það óvænt. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...