Menntastofnanir á hrakhólum

 Skólahrakningar.

Það er hart sótt að framhaldsskólastiginu þessa dagana og einkum virðist það vera vera starfsnámið sem sótt er að, af hálfu ríkisins.

Skjámynd 2023-09-11 074052Svo dæmi sé tekið, mun vera búið að tvístra Vélskóla Íslands þannig að hluti námsins er í Hafnarfirði, en hinn hlutinn er enn í Sjómannaskólanum í Reykjavík.

Því hefur verið hvíslað, að ástæðan sé að pólitísk gæludýr eigi sér þá ósk heitasta, að komast yfir hina glæsilegu byggingu við Háteigsveg.

Byggingu sem hýsir Stýrimannaskólann og Vélskólann (að hluta) og að draumurinn sé að taka hana undir hótelhald.

 Hvort það er rétt mun tíminn leiða í ljós.

Nemendur eyða nú fé og dýrmætum tíma í ferðalög milli Reykjavíkur og Hafnarfjarðar.

Minningin um hugmyndir um að koma Vélskólanum fyrir í gömlu verslunarhúsnæði austur á Höfða, gott ef ekki fyrrverandi bílasölu, lifir enn í huga þeirra sem kynntu sér hana.

Allt átti það að vera á einni hæð og skólastofunum stóð til að raða umhverfis vélasalinn, sem vera átti í miðjunni.

 Hvernig það samræmdist óskum um góða hljóðvist í bóknámsstofum, er ekki ljóst.

Trúlega voru hugmyndirnar ekki betur lukkaðar en svo, að málið sé að mestu gleymt.

Lausnin mun nú vera fundin suður í Hafnarfirði.

Nemendum utan af landi verður trúlega fundin gisting í Mosfellsbæ eða Seltjarnarnesi í hagræðingarskyni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...