Gasþörfin og lausnirnar

 Margar þjóðir eru öðrum háðar með orku og svo dæmi sé tekið, þá herti að í Evrópu þegar gasleiðslurnar við Borgundarhólm voru sprengdar í sundur.

Reyndar voru búin að vera vandræði áður með þau viðskipti, því seljendurnir Rússar, vildu fá greitt fyrir gasið en kaupendurnir voru ekki fyllilega sáttir við það sjónarmið.

Í þessari grein WSJ er sagt frá því hvernig menn leita annarra leiða í þessu efni, þegar þær gömlu lokast.

Hvort gæfa, sátt og samlyndi mun fylgja þeim viðskiptum mun tíminn leiða í ljós, fyrir nú utan, að það tekur tíma, að byggja upp til að hjólin fari að snúast. Auk þess sem stöðugleikanum er ekki alltaf fyrir að fara hjá hinum væntanlegu viðskiptavinum og jafnvel fjandvinum.

Skjámynd 2023-09-19 090036Menn hafa reynt að bjarga málunum m.a. með flutningi á fljótandi gasi sjóleiðina frá Bandaríkjunum, sem augljóslega er ekki góður kostur borið saman við að gasið streymi eftir leiðslum.

Reyndar voru erfiðleikar með gasflutningana frá Rússlandi áður en til stríðsins kom og frá því var sagt í fréttum á sinum tíma. 

Það hefur ekki verið haft í og hámælum að undanförnu, en vesenið var það, að Úkraínar tóku sinn toll af gasinu sem um leiðslurnar fór, með því að tappa af lögnunum eftir þörfum og án þess að greiða fyrir.

Skjámynd 2023-09-19 090101Gasframleiðslulöndin sem nefnd eru í gein WSJ eru nokkuð mörg eða allt frá Alsír til Kongó og austur um Aserbatsjan og er þá ekki allt upp talið.

Indland og Kína munu hinsvegar sækja sitt gas til Rússlands hér eftir sem hingað til, enda er verið að leggja leiðslu til Kína samkvæmt því sem frétts hefur.

Hvort sama er gildir um Indland man bloggari ekki eftir en vel getur verið að svo sé.

Eftir stendur að leiðir munu hér eftir sem hingað til finnast til að bjarga því sem bjarga þarf og engin ástæða til að örvænta þó misvitrir stjórnmálamenn hrökkvi út af sporinu.

Það má alltaf finna annað skip og annað föruneyti, eins og þar stendur.

Hvort það verður gæfulegra en það sem áður var, er engin leið að fullyrða um, það verður reynslan og tíminn að leiða í ljós.

Myndirnar eru skjáskot úr WSJ. 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...