Lygin og sannleikurinn


 Í grein sem birtist í New York Times í gær var umtalsverður fróðleikur um það sem getur gerst, í styrjöld eins og þeirri sem nú er á milli Úkraínu og Rússlands.

Þar varð harmleikur á markaði er skotflaug sprakk innan um fjölda fólks, sem var að sinna erindum sínum.

Forseti landsins Zelensky þurfti ekki lengi að hugsa sig um, áður en hann fullyrti að þar hefðu Rússar verið að verki.

Blaðamennirnir komust hins vegar að þeirri niðurstöðu að um slysaskot úkraínska hersins sjálfs, hefði verið að ræða.

Um þetta er fjallað í nokkuð löngu og ítarlegu máli og niðurstaðan er svo sem svo oft þegar styrjaldir geisa, að það er sannleikurinn sem fyrstur verður fyrir barðinu hjá talsmönnum aðila, sem í þessu tilfelli var draumaprins ,,stelpnanna okkar" í pólitíkinni.

Reyndar má sjá þess merki að ekki þarf sérstaka talsmenn til, því fréttamenn eiga oft erfitt með að stilla sig um, að segja fréttirnar þannig að mark sé á takandi; láta sitt eigin viðhorf stundum ríkja yfir málefnalegri umfjöllun.

Hér verður ekki lagst í það að benda á dæmi þessu til sönnunar. Við skulum þess í stað hlusta miðla og lesa fréttir og reyna að kynna okkur það sem fram kemur sem víðast.

Það merkilega er að oftar en ekki eru það bandarískir miðlar sem birta marktækar og vandaðar fréttir og umfjallanir um það sem er að gerast í Úkraínu.

Hér er nefndur einn miðill, en bæta má við t.d. WSJ.COM og fleiri mætti til telja.

Það er dálítið hlálegt að hinn bannaði (í Facebook) rússneski miðill RT.COM er stundum á sömu slóðum í sínum fréttaflutningi af þessum atburðum, en ekki gagnrýninn á eigin stjórnvöld.

Sá er reyndar munur á, að Bandaríkin eru í óbeinu stríði - því sem sumir kalla staðgengilsstríði - við Rússa, en þeir eru hins vegar í beinni styrjöld við Úkraínu sem studd er af fjölda annarra ríkja eins og við vitum.

Það sem hér hefur verið ritað er engin fullkomin úttekt á þessum málum, aðeins frásögn af því sem ritari hefur séð og heyrt í fyrrgreindum miðlum að undanförnu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Slagurinn um stólinn og konurnar tvær

  Slagurinn um stólinn og konurnar tvær Í Sjónvarpi allra landsmanna var viðtal við frambjóðanda sem ekki var ráðalaus og virtist einlægur v...