Morgunblaðið rifjar upp liðna daga þegar Gullfoss og Drottningin önnuðust siglingar með fólk og varning heiman og heim.
Á þeim árum var ekki litið á skip við bryggju sem vandamál, sem tengja yrði við landrafmagn, með kostnaði sem mældur er í milljörðum íslenskra króna - gerum við ráð fyrir, því fátt fæst fyrir minna í nútímanum.
Skipin liggja hér við bryggju í nokkra daga og er þau fara eru þau aftengd og sigla sína leið knúin af hinni voðalegu eldsneytisolíu sem svo illa rennur niður í umhverfisvæningja þjóðarinnar.
Þeir sjá samt örugglega fyrir sér að skipin verði knúin milli landa með ,,hreinu" íslensku rafmagni sem sent verði til þeirra með framlengingarsnúru sem rakni út af ógnarstóru kefli.
Hinir sem eru jarðbundnari, átta sig á því að ekki er hægt að láta VG drauminn rætast með þessum hætti og benda þeim á að hlaupa út í búð og kaupa kassa af rafhlöðum til að setja um borð og biðja síðan skipstjórann vinsamlegast um að nota orkuna af þeim.
Skipstjórinn og aðrir skipverjar koma til með að horfa furðu lostnir á græningjana, glotta síðan vð tönn, sannfærðir um umhverfisvinirnir þurfi að að kæla á sér höfuðið með tæru íslensku vatni, vitandi að nóg er til af því á eyjunni í norðri.
Sést samt yfir að hreint ekki er víst að vatnið megi hafa til slíkra nota, nema að farið sé með það í umhverfismat, áætlanagerð, skoðun og að síðustu fyrir vangaveltunefnd Alþingis.
Kapalvirkið sem búið er að kosta miklu til fyrir VG- væningja og aðra af því tagi liggur síðan ónotað þar til næst.
Sjái menn fyrir sér einhverjar framlengingarsnúrur líkar þeim sem notast er við á jólunum (stundum), þá er ekki svo og líklegast er, að ,,sótspor" við framleiðslu kaplanna verði talsverðan tíma að étast upp.
En væningjarnir fá draum sinn uppfylltan.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli