Það getur verið snúið að hætta því sem maður er búinn að venja sig á.

 


Myndin tengist ekki efni greinarinnar en sýnir harða lífsbaráttu álfta á köldu vori.

,,Skatt­frjáls nýt­ing á sér­eign­ar­sparn­aði til að greiða nið­ur íbúðalán á að renna út í lok árs. Hús­næð­isstuðn­ing­ur­inn, sem hef­ur kostað rík­is­sjóð á sjö­unda tug millj­arða króna af farm­tíð­ar­tekj­um, nýt­ist að­al­lega efstu tekju­hóp­um sam­fé­lags­ins."

,,Það er erfitt að hætta þessu" segir fjármálaráðherrann og fyrrum innviðaráðherra en sem slíkur fór hann með húsnæðismálin.

Grein Þórðar Snæs Júlíussonar í Heimildinni er um skattfrjálsa nýtingu séreignasparnaðar sem hægt er að nota til að greiða niður húsnæðislán en um er að ræða á fjórða tug milljarða króna, eftir því sem þar segir og gætu orðið 26 milljarðar árið 2024.

Þar kemur fram að:

,,Frá því að opnað var fyrir þessa leið húsnæðisstuðnings í nóvember 2014 hafa alls 163,2 milljarðar króna ratað inn á höfuðstól lána þeirra sem hafa getað nýtt sér hann. Af þeirri upphæð hefur ríkissjóður lagt til um 61,5 milljarða..."

Þá segir að um er að ræða stuðning sem helst gagnast þeim sem eru ,,betur settir" og er það að vonum.

Í greininni segir:

Séreignarsparnaðarúrræðið var kynnt til leiks sem hluti af Leiðréttingunni svokölluðu sumarið 2014. Nokkrum árum síðar var bætt við úrræðinu „Fyrsta fasteign“ sem virkar eins en er ætlað fyrstu kaupendum einvörðungu. Sá stuðningur sem úrræðið veitir þeim sem það geta nýtt felst í því að ríkið rukkar engan skatt af nýtingu séreignarsparnaðar sé hann notaður til að greiða niður höfuðstól lána á sama tíma og fullur tekjuskattur er rukkaður sé séreignarsparnaður tekinn út í kringum enda starfsævinnar. 

Ráðherra mun hafa sagt við Heimildina í fyrra: ,,að stuðningurinn væri ekki að rata til þeirra hópa sem þurfi helst á honum að halda"

Á síðasta ári var ákveðið að framlengja úrræðið en fyrir þrýsting frá verkalýðshreyfingunni hefur að sögn Sigurðar: 

,,„Við höfum alveg haft hug á því að hætta fyrr en í kjaraviðræðum þá hefur það oft komið fram frá ákveðnum aðilum innan verkalýðshreyfingarinnar að það sé nauðsynlegt að hafa þetta inni til þess að koma með ávinning til þeirra hópa.“"

Fram kemur að hóparnir sem vísað er til séu: ,,til að mynda [verið] BHM og að hann minni að VR hafi líka lagt fram slíka kröfu. „Það er erfitt að hætta þessu.“

Það getur verið erfitt að hætta því sem menn eru búnir að venja sig á en reynslan hefur einnig leitt í ljós, að það er viljinn sem skiptir máli og ræður úrslitum um hvernig til tekst!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...