Skotið var á Trump hinn bandaríska og niðurstaðan varð gat á hægra eyra.
Biden vottaði keppinaut sínum samúð, skotmaðurinn lést í átökum við lögregluna og á Rúv- inu er sagt frá þessu á þann veg að Trump sé ,,í lagi“.
Þar koma að því að forsetaframbjóðendur í Bandaríkjum nútímans væru í lagi og er ástæða til að gleðjast yfir því!
Í Heimildinni er sagt frá því að ræstingar fari fram á Landsbókasafni og séu framkvæmdar af fyrirtæki sem er í eigu föður forsætisráðherra.
Það virðist vera dýrt að skúra skrúbba og bóna þetta safn og því eftir miklu að slægjast en ekki fylgir sögunni að strákurinn, sem á föðurinn sem um er rætt, hjálpi til við þrifin enda mun hann vera upptekinn við sitthvað annað.
(Ritari þessa, sem telur sig vera með ryksugupróf og garðsláttuvélar, dáist að framtaksemi af þessu tagi og er farinn að hugleiða að senda konu sinn reikning!)
Fuglarnir stinga saman nefjum og það eru þeir líka að gera fuglarnir sem eru á myndinni til hægri.
,,Hinn óbærilegi léttleiki tilverunnar“ birtist á myndinni sem teiknarinn okkar góði Halldór, túlkar svo ágætlega á mynd sem birtist á Vísi og við tökum eftir því, að það fer bara nokkuð vel á með frambjóðendunum tveimur, svo ekki sé meira sagt!
Hvort það er svo í raunheimum er ekki víst og þó, því Biden mun hafa gefið það til kynna á ljósan hátt að hann gæti óskað sér Trump, sem varaforseta!
Hvort það breytist við að gat komi á hægra eyra vitum við ekki en eigum von á öllu, eins og t.d. því, að biti(ð) aftan vinstra gæti skipt sköpum í því efni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli