Á blábrúninni rekumst við á greinarstúf um hugsanlegan frið í Úkraínu og þaðan er þessi mynd fengin.
Úkraínar hafa viljað ræða um frið sem vonlegt er en hafa fram til þessa viljað ræða það á sínum forsendum og án aðkomu Rússa.
Friðarumræða af því tagi er sérkennileg en nú er sem orðin sé breyting á og að Rússar megi vera með í spjallinu, að mati Úkraína.
Minnt er á, í grein ZeroHedge, að á fyrsta fundinum sem haldinn var í Sviss hafi hvorki verið Rússar né Kínverjar en fram kemur að Zelensky og félagar hafa viljað viljað semja um frið við Rússa, með því að semja við Kínverja!
Hvernig það á að ganga upp, er ekki gott að átta sig á en hér verður gengið út frá því að Úkraínar hafi farið landavillt og ruglað saman Rússlandi og Kína.
Hvað sem um það er, þá er ánægjulegt ef menn eru farnir að ræða um frið og vonandi, að þeim hugmyndum verði fylgt eftir.
Öllum styrjöldum hefur lokið á endanum og vonandi fer svo um þetta ömurlega stríð sem háð hefur verið af fullum(?) þunga síðustu ár, eftir stöðugar erjur í mörg ár á undan.
Það er löngu komið mál á að því ljúki.
Í frásögninni er minnt á að Úkraínar hafi lagt áherslu á að koma Putin yfir í annan heim en eins og allir vita hefur það ekki tekist, en haldi menn að hægt sé að leysa hernaðarátök milli þjóða með slíkum aðferðum eru þeir langoftast á villigötum.
Því ,,maður kemur í manns stað“ eins og þar stendur og haldi menn annað, ættu þeir að finna sér aðra vinnu en að vera talsmenn þjóðar sinnar, því ef eitthvað þjappar þjóð saman, er það aðsókn og áreiti að utan.
Bent hefur verið á, bæði fyrr og síðar, að vilji menn ófrið, þá sé best að velja sér andstæðing sem fyrirséð er að hægt sé að ráða við.
Það virðist hafa gleymst.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli