Strið og friður

 Á vef CNN.COM má lesa um stöðuna í stríðinu milli Úkraínu og Rússlands. Fyrirsögnin er á þá leið að ætlunin sé að upplýsa Biden og reyndar líka Trump og Kamelu um hvað aðgerðin gangi út á.

Á öðrum stað er fréttastofan með sögulega umfjöllun vegna innrásar Úkraína í Kursk.

Þar er rifjað upp að fátt sé nýtt undir sólinni og birt mynd sem sýnir hvernig ástandið var 1943.

Þá rekumst við á frásögn af því að svokallaðar F16 þotur reynist ekki sem skildi, a.m.k. í höndum úkraínskra flugmanna en einn þeirra fórst með þotu sinni, eftir því sem þar er sagt frá.

Mynd fylgir með af úkraínuforseta og þar er sagt, að hann hafi lengi krafist þess að fá þessa fljúgandi dýrgripi afhenta.

Það hefur til þessa eitthvað staðið í mönnum, því vélarnar eru dýrar og vandmeðfarnar, auk þess sem hægt er að skjóta þær niður líkt og sannast hefur.

Það er fátt sem bendir til að þessu hörmulega stríði sé að ljúka, jafnvel frekar að það sé á hinn veginn, að það sé að færast í aukana.

Eftirlitsmenn frá Sameinuðu þjóðunum hafa heimsótt kjarnorkuver í Kúrsk og í sambandi við þá heimsókn, var sagt frá því að þak versins væri aðeins venjulegt þak og með engri brynvörn.

Við munum að sömu aðilar skoðuðu verið í Zapronitsya og í ljós kom að það er með öflugri brynvörn sem staðist hefur árásir Úkraína fram að þessu.

Nú er verið að ,,keyra“ það ver niður í þeim tilgangi að geta slökkt á því en Úkraínar gátu ekki gert sér að góðu rússneskt rafmagn þó ókeypis væri og skemmdu í sífellu raflínurnar frá verinu, þannig að ekki ekki var hægt að losa orku þess eftir þeirri leið og enginn vinnufriður var til að hægt væri að losa hana eitthvað annað.

Slysið í kjarnorkuverinu í Chernobyl, sem varð vegna mannlegra mistaka, gleymist ekki þeim sem með því fylgdust og ótrúlegt að þjóðin sem í því lenti, skuli hætta á annað slys af því tagi.

Við þessu getum við harla lítið gert annað, en að vona hið besta og að fram komi einhver sem geti haft áhrif á þá sem undir ófriðnum kynda.

Fái þá að samningaborði til að ræða deilumálin sem uppi eru og leiti þar leiða til að finna friðinn.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...