Teiknarar blaðanna sjá eitt og annað og við höfum Heimildina fyrir því, að foringjar ríkisstjórnarflokkanna sé úti að aka en björninn lætur sem ekkert sé og lætur lítið á sér bera.
Sækir ekki í félagsskapinn.
Það er áhugavert að rýna dálítið í myndina sem er í miðjunni og er af félögunum sem ,,stjórna“ landinu okkar, án þess að gera það.
Fylgið er hrunið og Morgunblaðið segir frá því að staðan sé sú sem sést hér að neðan:
Það er augljóslega komið að því að menn taki sig til, fari í naflaskoðun og velti því fyrir sér hvað það var sem gert var rangt og sem kannski var margt.
Hvað er það sem varð til þess að traustið hvarf, kjósendur fengu nóg og vilja ekki meira af svo góðu?
Er það af því að ríkissjórnin hafi haldið vel á fjármunum og öðrum verðmætum þjóðarinnar?
Varla og ekki er það vegna þess að forgangsröðunin hafi alltaf verið rétt.
Dæmi:
Var það þess virði að senda flugvélarfarm af fólki á kostnað þjóðarinnar til Abu Dabi, til að sýna sig og sjá aðra, spóka sig í sólinni og spjalla saman um daginn og veginn?
Varla.
Er það vegna þess að ríkisstjórnin hafi góða stjórn á fjármálakerfinu?
Með stýrivexti í hæstu hæðum!
Eru framkvæmdir í réttri röð m.v. nauðsyn og álag á innviði?
Hvar er t.d. brúin yfir Ölfusá?
Hún sést ekki en það er farið að rofa til, því til stendur að ljúka henni 2024 og það þó og þrátt fyrir, að eftir sé að hanna hana og skrifa undir verksamninga!
Er líklegt að það gangi eftir?
Því miður væri hæg að halda áfram á þessum nótum lengi en við höfum tekið eftir því að allt mögulegt á að gera NÚNA og ekki seinna en í gær.
En það gerist ekki.
Þjóð veit þá tveir vita og því er það, að blaður um að allt sé í besta lagi og svo gott sem það best geti verið, virkar ekki.
Því er það að ríkisstjórnin fær falleinkunn hjá þjóðinni og er þó hér ekki allt upp talið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli