Heimildin fer yfir niðurstöður skoðanakannana, þegar stutt er orðið í kosningar og niðurstöðurnar eru ólíkar því sem við eigum að venjast.
Þar segir frá því meðal annars að: ,,Samfylkingu og Viðreisn vanti eitt þingsæti til viðbótar til að ná að mynda meirihluta í þinginu, miðað við nýja skoðanakönnun Maskínu.”
Súluritið er fengið úr Heimildinni er ritari tók sér það bessaleyfi að snúa því um 90°
Heimildin tekur fram að hún hafi sínar upplýsingar frá Vísi sem greint hafi frá þessum niðurstöðum og rétt er að taka fram að þar er farið ítarlegar í að rýna í þær.
Flokkarnir þ.e. Samfylking og Viðreisn - sem rætt er aðallega um, bæta báðir við sig milli kannana og fram kemur að ,,Sósíalistar mælast stærri en Sjálfstæðisflokkur í einu kjördæmi.”
Það hljóta að teljast nokkur tíðindi, ef flokkur sem er að stíga sín fyrstu skref og á sér enga forsögu nema nafnið, nær að skáka hinum gamalkunna Sjálfstæðisflokki, þó ekki sé nema í einu kjördæmi.
Það er fleira sem við sjáum í þessari kosningabaráttu, því svo gæti farið að formaður Framsóknarflokksins ná ekki inn á þing og Samfylkingin og Viðreisn þurfa að taka með sér einhvern þriðja flokk eins og staðan er þessa stundina en nokkur hreyfing hefur verið á fylgi við flokkana að undanförnu en Samfylkingin er á uppleið.
Sjálfstæðisflokkur, Viðreisn og Miðflokkurinn gætu myndað ríkisstjórn eins og staðan er núna en hve lengi sú stjórn myndi endast, er ekki gott að segja.
Fréttir hafa borist af undarlegri hegðun frambjóðenda Miðflokksins, m.a. í Verkmenntaskólanum á Akureyri, þar sem Miðflokksmenn voru í heimsókn og tókst að gera sig fræga að endemum.
Mynd af visir.is
Hvor slíkar uppákomur hagga fylgi við flokk af því tagi er hreint ekki víst, því a.m.k. formaður flokksins hefur tekið upp á ýmsu til að vekja athygli á sér, eins og t.d. því að fara út í náttúruna og slafra þar í sig hrátt nautakjöt.
Hvort það varð nautakjötsframleiðslunni til framdráttar eða hið gagnstæða, verður ekki dæmt um hér.
Það eina sem við vitum á þessari stundu um það hver niðurstaðan í kosningunum verður, er að við vitum ekkert með vissu en vitum þó, að við höfum vísbendingar um hvernig fara muni, eða farið geti.
Það verður spennandi að fylgjast með talningunni, sem vonandi gengur betur en síðast!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli