Geimrusl til vandræða

 Á CNN.COM er sagt frá því sem er á sveimi umhverfis okkur og ruslinu sem hefur orðið til vegna athafna okkar.

Það verður samt að segja það eins og er, að geimurinn er ógnarstór og því sleppur þetta furðanlega enn, en í greininni er t.d. sagt frá því að eitt sinn hafi þurft að ræsa hreifil rússneskrar geimflaugar sem tengd var stöðinni til að hnika henni til og forða henni frá árekstri.

Það er flestum kunnugt að umgengni okkar um Jörðina okkar er ekki til fyrirmyndar og má í því sambandi nefna sem dæmi fljótandi rusleyjar á úthöfunum, en að athafnasemi okkar utan Jarðarinnar sé slík að varasöm sé, er nýtt umhugsunarefni.

Tæknin með m.a. gerfihnöttum hefur fært okkur margvísleg lífsgæði s.s. í fjarskiptum og til staðsetningar svo fátt eitt sé nefnt.

Allt getur þetta verið í uppnámi ef ekki er farið gætilega.

,,Lengi tekur sjórinn við“, var eitt sinn viðkvæðið og þó hann sé stór og geti tekið við miklu af rusli, þá er geimurinn í segulsviði Jarðarinnar enn stærri og það er þar sem stefnir í vandræði.

Við höfum engin tæki né tól til að hreinsa geiminn en við getum vonað að með tíð og tíma fari eitthvað ef þessu rusli það nærri gufuhvolfinu að það brenni þar upp og ef það fer að gerast, má reikna með að hjartsláttur aukist meðal bandarískra áhrifamanna, sé tekið mið af því hve skelkaðir þeir eru þegar leikfangadrónar og loftbelgir bera þeim fyrir augu.

Við þurfum að gæta okkar og ganga sæmilega um, hvort heldur sem er á Jörðinni eða í nágrenni hennar.

Það er það sem við lærum af þessu og hefðum betur lært fyrr.

Ýmsar skemmtilegar og lifandi myndir fylgja greininni á CNN og þær má sjá með því að nýta sér tengilinn sem er í upphafi þessa pistils.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...