Við teljum pláneturnar í sólkerfinu okkar vera átta en ekki er vist að svo sé. Það er a.m.k. skoðun sumra stjörnufræðinga og því er leitað að einni plánetu enn, sem ekki vill sýna sig enn sem komið er.
Verið er að byggja nýjan stjörnusjónauka sem vonandi hjálpar til við leitina miklu í óravíddum geimsins.
Um þetta er fjallað um í nokkuð langri grein á CNN.COM og þó margt sé um að hugsa á Jörðinni okkar getur líka verið gaman að líta sér fjær!
Þar eru margar skemmtilegar myndir og myndskeið og rætt er við ýmsa fræðimenn um hugmyndir manna um málið og það útskýrt og þar með, hvers vegna menn telji hugsanlegt að stjörnukerfið okkar sé eitthvað meira en það sem fram til þessa hefur verið talið.
Það er enginn skortur á hugmyndum og hugsanlegum skýringum á því hvers vegna illa gengur að koma auga á fyrirbærið og svo langt er gengið að þeir eru til sem halda því fram, að um geti verið að ræða einhverskonar ör- svarthol, en þau eru lítið fyrir það að sýna sig s.s. kunnugt er.
Þetta eru skemmtilega hugleiðingar, því alltaf viljum við komast lengra og sjá meira, skilja betur og vita meira og á því verður enginn endir á meðan mannkynið verður til.
Inn í þetta textakorn skeitir höfundur þess nokkrum myndum sem teknar eru úr grein hins ágæta miðils CNN en myndirnar eru fleiri sem sjá má þar, auk þess sem þar má finna hreifimyndir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli