Flugslys?

 Flugvél fer óvænt af leið og verður fyrir áfalli, sem veldur því að hún hrapar til jarðar.

Ýmist er því haldið fram að vélin hafi lent í fuglahópi og síðan hrapað, eða fullyrt er, að vélin hafi verið skotin niður fyrir mistök.

Hvort heldur sem er, þá er málið sorglegt en svo ótrúlegt sem það er, þá björguðust tveir áhafnarmeðlimir lifandi frá slysinu.

Úkraínumenn halda því fram að Rússar hafi skotið vélina niður, aðrir giska á að lítið þjálfaðir menn hafi orðið fyrir því óláni að skjóta hana niður vegna þess að þeir hafi talið hana vera úkraínskan árásardróna,

Á CNN.COM rekumst við á vandaða umfjöllun um málið og niðurstaðan er að best sé að hrapa ekki að ályktunum.

Eftir situr, burtséð frá því sem varð til þess að vélin hrapaði til jarðar, að hörmulegt slys hefur átt sér stað, hvort sem það er vegna ófriðarins sem geisar eða einhvers annars.

Það er sama hvað gerist í þessu ömurlega stríði, að það er sem engum til þess bærum detti í hug, að gott gæti verið að ræða málin; ræða sig til niðurstöðu, hætta manndrápum og eyðileggingu verðmæta.

Vilji menn leika sér að hergögnum, þá hlýtur að vera hægt að finna til þess einhverja mannlausa eyðimörk í stað þéttbýlis þar sem fjöldi fólks býr.

Þegar þetta er ritað, hefur komið fram í fréttum, að flugvélin hafi af einhverjum óutskýrðum ástæðum villtist af leið og það svo, að hún flaug þvert yfir Kaspíahafið, þangað sem menn voru að reyna að tortíma úkraínskum árásardrónum, sem gera má ráð fyrir að hafi verið fengnir hjá einkavinum Úkraínu.

Putin er búinn að biðjast afsökunar fyrir hönd sinna manna og þjóðar sinnar.

Hér er sem sé enn eitt dæmið um það, að það er alls ekki gefið, að þeir sem ófriði valda sem séu þeir einu sem verða fyrir áföllum þegar reynt er að leysa ágreining með stríðsrekstri.

Ef einhver getur rifjað upp afsökunarbeiðni af svipuðu tilefni frá einkavinum vorum og verndurum í vestri, þá væri það vel þegið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Utanríkisráðherra fer til Úkraínu

  Í ýmsum miðlum eru menn að velta því fyrir sér hvernig hægt sé að ljúka stríðinu í Úkraínu. Um þetta nöturlega stríð er fjallað í mörgum m...